Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 109
Garðyrkja.
Á þessu ári eru það rjett 30 ár síðan fyrstu konurnar
voru sendar út um landið til þess að leiðbeina almenn-
ingi í sveitunr og kauptúnum í garðyrkju. — Það er nógu
gaman að rifja upp svolítið um ferðalag þessara stúlkna
þau 13 ár, sem þær störfuðu.
Annar Landsfundur kvenna, sem haldinn var á Akur-
eyri 8.—14. júní 1926, kaus nelnd til þess að hrinda mál-
inu í framkvænrd, en þarna voru samankomnir kosnir
fulltrúar af öllu landinu.
Þessar konur hlutu kosningu: Sigurborg Kristjánsdótt-
ir, Kristín Guðmundsdóttir, Margrjet Sölvadóttir, Hall-
dóra Bjarnadóttir og Guðrún Þ. Björnsdóttir. (Nefndar-
störfin lentu, að vonum, mest á Reykjavíkurkonununr,
Kristínu og Halldóru.)
Landsfundurinn skoraði á Búnaðarfjelag íslands að
styrkjia þetta mál. Nefndin leitaði líka þegar til Búnaðar-
fjelagsins, og fjekk vorið 1927 lofun fyrir 1000 kr. styrk
lrvert árið á ljárhagstímabilinu. — (Tveir þriðju lrlutar
kostnaðar áttu að greiðast annarsstaðar frá.) — Búnaðar-
samböndin, ungmennasanrböndin og kvenfjelögin lögðu
fram fje á móti loforði B. í.
Umferðaleiðbeiningar í garðyrkju fyrir alnrenning
voru nýtt fyrirbrigði á þessum árunr og þurfti því góðan
undirbúning og nrargar athuganir. — Reyndust þau lijón
í Gróðrarstöð Reykjavíkur, Einar Helgason og Kristín
Guðmundsdóttir, nrestu hjálparhellurnar, enda höfðu
þau árum sanran unnið fyrir garðyrkjuna af mikilli elju,
og voru allra nranna kunnugust þeinr málum unr land alt.
Tvær spurningar hlutu að koma fram um málið:
1. Var þessi tilraun tímabær?
2. Voru nokkrar konur til, senr ráðnar yrðu til starfsins
og vildu taka það að sér?