Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 169
Hlin
167
Ein bænin, sem hann kendi mjer, var svona:
í þínu, Jesú, náðarnafni,
nú byrja jeg þennan dag.
Sálarferju stýr þú stafni,
starfi mínu öllu í hag.
Hvað jeg tala, hugsa, vinn,
hjálpi mjer nú andi þinn,
að það sálu ekki meiði,
inn til lífsins veginn greiði.
Og þessi:
Guð hjálpi mjer við störfin, stór og smá,
og stjómi minni hugsun, bæn og þrá.
Lífsins faðir lýs þú mína braut,
svo ljettbær verði sjerhver dagsins þraut.
Máttur einbeittra hugsana getur verið afarmikill.
Það er nú víst að mestu hætt að kenna börnum bænir á þess-
um miklu menningartímum, sem nú eru. — Gott ef þau kunna
Faðirvorið. — Slíkt er af mörgum talinn þýðingarlaus hjegómi.
— Hinu gæti jeg betur trúað, að örlagastundirnar verði mörg-
um það þungar í skauti, að þörf sje fyrir náð Drottins, þegar
að skuldadögunum kemur, og menn verða að greiða það, sem
fallið er í gjalddaga, þegar þeir gista þessa jörð í þetta sinn.
„Biðjið þá mim yður gefast,“ sagði Kristur. — Að það sje
satt, eins og annað sem hann sagði, þarf víst enginn að efa.“
------o-------
Á rúmfjöl, sem nú er á Forngripasafninu í Reykjavík, var
þess bæn útskorin af miklum hagleik:
„Síðasti svefnhöfginn, sætasti Jesús minn, veit mjer að verði
hægur. Vertu mjer þá nálægur.“
SUÐUR YFIR HÆÐIR.
Suður yfir hæðir horfi jeg í dögun,
— háfjallið Rainier þar við loft í fjarska.
Faldaði vorsól tindinn stutta stundu —
stormar í lofti skýjabakka hlóðu.
— Hvernig sem viðrar vörn er mjer í því:
Veit jeg af fjallinu bak við þessi ský.