Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 66
64
Hlin
klerkavaldið risi aftur upp úr gröf sinni— ESa ætti að
leggja á'herslu. á það, að konan geti tekið háskólapróf al-
veg eins og karlmaðurinm, að hún komi fram sem hug-
vitsmaður og landkönnuður, að hún stæði fyrir margs-
konar sýslunuin. — Og ætti jeg að segja, að fyrst hún geti
kept við karlmanninn á þessum sviðum, þá muni liún
sjálfsagt verða fær um að skilja stjórnmál.
Æ, jeg veit að menn mundu svara mjer, að iþó að til
væru einstaka konur, sem þeir viklu veita kosningarjett,
þá væru þúsuixdir kvenna, sem þeir ekki vildu gefa hann,
— og þar sem tnenn ekki búa til lög handa undantekning-
unum, þá verða þær allar að vera án hans.
„En höfum við þá ekkert gert, sem veiti okkur rjett til
þess að gera söxnu kröfu til lífsins og karlmennirnir?" fór
jeg að spyrja sjálfa mig.
Æfi okkar hefur verið löng á jörðunni, eins löng og
karlmannsins. — Hefur hún liðið án þess að nokkrar
nnnj-ar sjáist eftir? — Höfum við ekkert skapað, sem hefur
ómetanlegt gildi fyrir lífið og menninguna? — Höfum við
ekki unnið neitt til almenningsheilla annað en að fæða
börn í heiminn?
Jeg veit þó, að konumar, sem lifðu á undan okkur,
hafa ekki eytt lífi sínu eins og börn við leik, heldur hafa
þær unnið. — Jeg lít á málverk og koparstungur, myndir
af gömlum konum fyr á öldum. — Andlit þeirra eru
ströng, þreytuleg og tærð, hendurnar hnýttar. — Ekki
hafa þær setið eins og sljóir fangar í kvennabúri. — Þær
hafa haft sitt markmið og sín áhugamál.
Hvað hafa þær gert?
Jeg nem staðar fyrir framan myndina af gömlu borg-
arakonunni, sem Rembrandt hefur málað, hún sem hef-
ur þúsund hrukkur í greindarlega andlitinu sínu. — Og
jeg spyr hana til hvers hún hafi lifað. — Sjálfsagt ekki til
þess að vera tignuð af mörgum karlmönnum, ekki til þess
að stjórna ríki, eða til þess að hljóta nafnbætur fyrir lær-
dómssakir. — Og þó getur það verk, sem hún hefur unn-