Hlín - 01.01.1957, Síða 154
152
Hlin
veðri og færð sem var. Koma svo í alveg þægindalaus húsa-
kynni og sára fátækt. — En Guði sje lof, þau heimili sniðgengu
mig aldrei.
Jeg var stofnandi kvenfjelagsins hjerna og formaður fyrstu
10 árin. Alveg varð jeg hissa, þegar jeg fór að rifja upp gamla
daga, að sjá hve konurnar gátu verið duglegar, fórnfúsar og
fjelagslyndar. — Flestar af þessum konum, sem voru stofnend-
ur fjelagsins, höfðu aldrei komið á fundi eða tekið neinn þátt í
fjelagsmálum.“
Af Vesturlandi er skrifað á jólaföstunni 1956: „Fólkinu hefur
fækkað svo mikið hjer, að maður er farinn að örvænta um að
alt tæmist. — Unga fólkið fer að leita sjer atvinnu, og fer líka í
skóla, og svo kemur það ekki heim aftur nema í fríinu sínu. —
Það er allsstaðar sama sagan.
Það hefur nú verið margt hjá mjer í sumar, við vorum oft
14—16 í heimili, en í vetur sem leið var jeg oft ein í þessu stóra
húsi. — Við vorum 3 í heimili, bóndi minn og prestur okkar, en
svo fóru þeir báðir suður, og voru Vz mánuð í burtu, og þá var
jeg ein. — Synir okkar eru báðir fyrir sunnan, annar útlærður
rafmeistari, tók ágætispróf. Hinn sonurinn lauk prófi í verslun-
arskóla, og hefur skrifstofustörf. — Dóttirin, 14 ára, er farin í
skóla, mjer leið nú ekki sem best fyrst, þegar hún fór frá mjer
í fyrra. — En þetta er gangur lífsins, að börnin hverfi að heim-
an og foreldrarnir sitji einir eftir.
Við getum lítið starfað í kvenfjelaginu. — Höfðum þó hluta-
veltu í haust, sem gekk ágætlega, Þorrablót höfum við altaf á
Þorranum, þó erfitt sje með skemtikrafta. — Söluborð (Basar)
og kaffisölu höfum við á Sumardaginn fyrsta. — Prjónavjel og
vefstól á fjelagið. — Það er nú lítið notað á seinni árum, var
mikið notað áður, en margar konur eiga nú prjónavjelar, en eru
ekki komnar almennilega upp á lagið með að vefa. — En við
systur settum upp vef í fyrra og ófum margt til gagns og gam-
ans. — Svo á að byrja aftur eftir jólin. — Mjer gengur það bara
vel, þó jeg sje orðin þetta gömul og hálfgerður klaufi."
Fundargerðir Sambandanna. Það er nú orðinn fastur siður,
sem betur fer, að kvennasamböndin láti fjölrita fundargerðir
sínar og sendi þær út, bæði innan síns Sambands og til systra-
Sambanda um land alt. — Þetta má heldur ekki bregðast. —
Þetta eru stórmerk plögg. — Sum Samböndin senda bara heilar
bækur, fróðleg og skemtileg plögg, sem veita innsýn í starfið,
og margt er þar af að læra. — Samvinna kvenna í landinu er
orðinn merkur þáttur og mikill styrkur mörgum góðum, þörfum
málum, og það er ekkert sleifarlag á þessu hjá konunum. — Alt