Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 24
22
Hlin
með manni sínum, t. d. hlóð hún veggi með þeirri snild,
að orð var á gert, enda engar ýkjur, að hún stóð hinu
sterkara kyni jafnfætis í flestum greinum.
Við jarðaskiftin síðustu breyttist viðhorfið hvað við-
víkur sölu afurða til sjávarþorpa. — Hofdalir eru skamt
frá sjó, en Saurbær fram til dala. — í þess stað var nú far-
ið á góðviðris sumarkvöldum til næstu veiðistaða á hand-
færi um þann tíma, sem færafiskur gekk nærri landi, sem
var í júlí og snemma í ágúst. — Þannig oftast fengið nægi-
legt fiskmeti til heimilisins. Þa:na brást ekki ráð nje dáð.
Það er trúlegt að margur spyrji, sem les þessar minn-
ingar: „Hvaða tíma hafði þessi kona, sem hjer er minst,
til að leysa af hendi svo umsvifamikið starf, eins og barna-
uppeldi og alt annað, sem hjer um ræðir, með skyldu-
rækni og myndarbrag?" — Því er til að svara, að á fyrstu
búskaparárum Guðrúnar og Magnúsar, fór til þeirra eldri
kona, stjúpdóttir Magnúsar af fyrra hjónabandi, Ólöf
Sigurðardóttir, mæt heiðurskona. — Hún varð húsfreyj-
unnar önnur hönd með smábörnin og innanhússtörf. —
Þetta kunni Guðrún vel að rneta, enda var ekki um ofríki
að ræða í þeirra þjónustu. — Húsfreyjan stjórnaði öllu
sjálf með hógværð og stillingu, sem henni var lagin.
Ólöf var þarna til hárrar elli sem ein af fjölskyldunni.
— Seinustu árin var hún oft rúmföst vegna gigtar. — Voru
þá húsbændur og börn þeirra kærleiksrík og nærgætin
sem um móðir og ömmu væri að ræða.
Meðan börnin voru ung, tóku hjónin oft unglinga til
lengri eða skemri tíma, bæði til að ljetta undir heimilis-
störfin, og fvrir þau að læra af því.
Guðrún var hvergi hálf, heldur öll þar sem hún fór. —
Til marks um það traust, sem Viðvíkurhreppsbúar báru
til hennar, var hún einróma, af körlum og konum þar,
kosin í hreppsnefnd 1906, sem þá var óvanalegt yíirleitt.
— Átti hún þar sæti í fleiri ár, og reyndist þar sem annars-
staðar ráðholl og fórnfús.
Eftir að börnin voru mikið komin til ljetta og heimilið