Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 150
148
Hlín
heimilum sínum, að þeir gátu ekki unnið heima hjá sjer í land-
legum, hafi gengið um iðjulausir. Nei. Sumir fluttu með sjer
vefstóla í verið og ófu fyrir sjálfa sig eða aðra. Aðrir höfðu með
sjer smíðatæki og smíðuðu amboð, ýmiskonar ílát, svo sem
koffort, fötur og ótal margt fleira, sem oflangt væri að telja.
Enn aðrir unnu úr hrosshári og fljettuðu reipi og gjarðir úr
grófu ullarbandi. Sumir eltu skinn og saumuðu skinnklæði."
„Inn til fjalla.“ — Fjelag Biskupstungnamanna í Reykjavík
hefur gefið út tvö bindi af ritinu „Inn til fjalla“. — Óskandi
væri, að fjelagið sæi sjer fært að gefa út 3. bindi.
Guðríður Þórarinsdóttir, sem unnið hefur mikið fyrir þetta
mál, skrifar:
„Þó mjer þyki gaman að taka penna og pára eitthvað, hef jeg
ekki gert mikið að því um dagana, hafði lítinn tíma til þess
fram eftir æfi, alt annað sat í fyrirrúmi. — Skrifaði stöku sinn-
um í Ungmennafjelags-blaðið, — það var alt og sumt. — Svo
komu Reykjavíkurárin, og áhuginn fyrir þessu dofnaði, þar til
að einhver mintist á manningaauðinn, sem við ættum úr Tung-
unum, og hvort við ættum ekki að reyna að halda einhverju til
haga. — Þá blossaði upp í mjer löngun til að fjalla um og fram-
kvæma. — En jeg er ekki dugleg til ritstarfa, umskrifa sífelt og
er aldrei ánægð, ekki fullkomlega. — Jeg veit ekki hvort jeg
legg út í það að vinna að þriðja bindinu af „Inn til fjalla“, þó
efni gefist nóg og jeg hafi á því hug.
Úr brjefi frá Halldóri Stefánssyni (Austfirsk fræði). — Það
má ekki láta ógetið hlutdeildar kvenna í framvindu sögu Aust-
urlands:
Mjólkurskólinn í Möðrudal og mentun austfirskra kvenna í
matgerð (ostagerð), tóskap, fatagerð og heimilisþrifnaði. —
Skólinn á Eskifirði. Stofnun kvennablaðsins á Seyðisfirði o. fl.,
sem alment gildi höfðu fyrir menningarþróunina. — Meðal
annars af því var sprottin stofnun Húsmæðraskólans á Hall-
ormsstað, þegar til kom hinn mikli persónuleiki vinkonu okkar,
Sigrúnar, sem því miður naut of skamt við. — Mjer kemur í
hug, að Bergljót á Þverá hafi verið góður fulltrúi best mentu
kvenna austanlands á sinni tíð.
Ragnheiður ljósmóðir á Stað í Grunnavík skrifar í febrúarlok
1957: „í flughasti skrifa jeg þjer fáeinar línur. — Jeg er nú að
spinna þelþráð á rokkinn minn. Átti fáein hnýti, sem jeg spann
í Kjós, og er nú að bæta við hann, svo jeg geti fest það upp, í
von um að Guð gefi mjer líf og heilsu að vinna þetta. — Ef
jeg lifi 18. október í haust verð jeg 80 ára. — Þá vildi jeg láta
sjá mig í skautbúningnum mínum og vera klædd í svartan