Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 55
Hlin
53
Hann andaðist í Stillwater, sáttur við Guð og menn, með
skínandi Skagafjörðinn fyrir sálarsjón sinni.“
Jóhanna andaðist 10. nóv. 1945. (Þorvaldur, maður
hennar, dó tveimur árum á undan henni, höfðu þau verið
gift í nærfelt 60 ár, er hann ljest.)
Þrem dögum eftir andlát Jóhönnu, fór útför hennar
fram frá St. Michaels — katólsku kirkjunni — uppi á hárri
hæð í Stillwater, og var -hún jarðsett í fjölskyldu-grafreitn-
um í St. Michael kirkjugarði.
Ekki er hægt að óska niðjum hennar í Ameríku neins
betra en þess, að þeir erfi sem mest af gáfum þessarar
húnvetnsku heiðurskonu.
Skúli G. Bjarnason,
3222 Atwater Ave, Los Angeles 39, Caliíornia.*)
*) Höfundur þessara minningarorða, Skúli G. Bjarnason,
bakarameistari í Los Angeles við Kyrrahafið, er einn af þessum
ágætu íslendingum vestanhafs, sem láta sjer ant um fsland og
alt sem íslenskt er eins og lífið í brjósti sjer.
Skúli er fæddur á Litla-Hrauni á Eyrarbakka 3. des. 1888,
og ólst þar upp „við brim og boða, seiðandi sjávarnið og hinn
dásamlega fjallahring", eins og hann sjálfur kemst að orði. —
Sonur Gissurar Bjarnasonar, söðlasmiðs, af Steinsmýrarætt,
Meðallandi. En móðirin var Húnvetningur, Sigríður Sveinsdótt-
ir, fædd í Valdalæk á Vatnsnesi. Hún misti föður sinn um 1862,
fimm ára að aldri. (Hann druknaði í Húnaflóa.) Móðir Sigríð-
ar var Ólöf, dóttir Gísla Gíslasonar, prests í Vesturhópshólum.
— Hann var giftur Ragnheiði Vigfúsdóttur, Thorarensen, syst-
ur Bjarna skálds.
Skúli skrifar: „Jeg ber nafn ömmubróður míns, síra Skúla
Gíslasonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Hann dó daginn sem
jeg fæddist.
Margt hefur á dagana drifið á langri æfi: Baráttan við að
leita sjer mentunar og viðunandi lífsatvinnu: Það urðu 2 ár hjá
Eggert í Viðey, nám í Flensborgarskóla, nám við bakaraiðn,
Kaupmannahafnar-reisa og sveinsbrjef þar í iðninni. Tilboð
um góða atvinnu í Winnipeg. — Starfandi þar við iðnina í 17
ár, og svo nú síðustu 27 ár í miljónaborginni Los Angeles í
Kaliforníu við eitt stærsta köku- og brauðgerðarhús í Ameríku.
Árið 1916 giftist jeg Margrjeti Andreu Oddgeirsdóttur frá
Vestmannaeyjum og eigum við tvo sonu, Oddgeir og Harald.