Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 73
Hlin
71
sem nálgast dauðann? — Hvert er það ríki, sem refsar ekki
í hefndarskyni, heldur einungis til þess að ala upp eins
og okkur sæmir, hyggnum mönnum, sem vitum hvað við
gerum? — Hvert er það ríki, sem getur annast um alla
hæfileika, eða það ríki, þar sem eins vel er hlúð að óláns-
manninum og gæfumanninum? — Hvert er það ríki, sem
felur í sjer útlenda þjóðflokka og gerir þá hamingjusama?
— Hvert er það ríki, sem veitir öllum tækifæri til þess að
lifa frjálsu líl'i eins og þeim er eðlilegast, meðan þeir
trufla ekki heildarsamræmið. Eða það ríki, sem enginn
ineðlimur glatast í leti og drykkjuskap eða svívirðilegum
lifnaði?
Menn svara mjer, ef til vill, að þetta sje ekki hlutverk
ríkisins. — Það vilji halda uppi reglu og veita skjól. — En
ef svo er, því fæst það þá við alt hitt? — Það gerir það
vegna þess, að það veit, að það ríki getur ekki staðist sem
ekki vill skapa hamingju. — Það verður það að gera, ef
höfðingjar og smælingjar eiga að elska það. — Ríkið verð-
ur að vinna að þægindum, öryggi, uppeldi, menningu og
göfgun. — Með hjálp þess eiga stærstu vonir mannkynsins
að rætast. — Það er ekki svo að skilja, 'að ríkið hafi ekki
gert nógu miklar kröfur til mannúðar, en af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum hefur ekki verið hægt að koma
þeim í framkvæmd.
En nú kemur annað til álita.
Jeg hef leyft mjer að lnalda því fram, að heimilið sje
verk konunnar, en jeg hef aldrei sagt, að hún hafi skapað
það ein. — Til allrar hamingju, sjálfrar hennar, og allra
annara vegna, liefur hún ætíð haft karlmanninn sjer við
hlið. — Bóndinn og húsfreyjan hafa staðið saman. —
Hefði konan barist ein. þá mundi henni ekki hafa tekist
verkið. — Þá hefði heimilið ekki orðið tii, hvorki í
vöku nje draumi.
En karlmaðurinn hefur unnið einn að sköpun ríkisins.
— Drotningin hefur staðið við hlið konungsins í krýning-
arskrúða, en hún hefur ekki verið með'honum sem drotn-