Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 174
172
Hlin
Það heyrist ei hjeraðs brestur, þá hjervistar ferð mín dvín,
og fljótt mun í sporin fenna, því fábreytt var sagan mín.
Jeg numið hef margt og mikið, sem minn hefur skilning glætt.
Jeg finn nú við leiðarlokin, á lífinu hef jeg grætt.
Ólína Jónasdóttir, skáldkona, Sauðárkróki.
GUÐ, SEND OSS MENN!
Guð, send oss menn með háleitt mark og mið,
menn sem ei dýrka gamla hleypidóma,
en fylgja kenning Krists og helgum sið
í kærri hugsun, verki, dygð og sóma!
Guð, send oss menn með áhuga og þor
og árvekni þín guðdómsboð að halda,
uns lögmál Krists er orðið vegur vor
og vorra stjórna gegnum framrás alda!
Guð, send oss menn! — Guð, send oss góða menn!
Göfuga menn með kjarki’ og vilja sterkum
og glögga hugsjón, dáð og dug í senn,
svo Drottins vilji stjórni þeirra verkum!
Guð, send oss menn með hjartans heitu þrá
að hata’ alt rangt, og sannleik öllu fórna!
Því mönnum slíkum ættjörð þörf er á,
sem efniviði traustra og nýrra stjórna!
F. J. Gillman (1866). — H. V. þýddi.
DANSEJLJA.
(Úr Þorlákskveri 1858.)
Við í lund,
lund fögrum, eina stund
sátum síð við sáðtíð,
sól rann um hlíð, ■Á
hlje var hlýtt þar
háar og bláar