Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 164
162
Hlin
Kvenfjelagið „Hildur“ í Bárðardal mintist 50 ára afmælis
síns. — Konur vinna prjónles og selja til arðs fyrir fjelagið.
Kvenfjelagið „Hlín“, Höfðahverfi, gaf 2000 krónur til Skip-
brotsmannaskýlisins á Þönglabakka.
Kvenfjelag Sauðárkróks mintist 60 ára afmælis síns 1956, og í
tilefni af því gaf það Sjúkrahússjóði Sauðárkróks 10 þús. kr.
Kvenfjelagið „Framtíðin“, Fljótum, gaf Barðskirkju altaris-
klæði, altarisdúk, gólfrenning og 10 fermingarkyrtla.
Kvennasambandið í Vestur-Húnavatnssýslu heitir því, að
Sambandið, sem í eru 8 fjelög, leggi fram 200.000 kr. til þess að
stuðla að því að bætt verði við byggingu Sjúkrahússins á
Hvammstanga, aðallega elliheimili.
Kvenfjelagið í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, hefur tekið
sjer fyrir hendur að planta trjám í kirkjugarðinn á Þverá og
sýna honum umönnun eftir mætti. Við höfum afhent Þing-
eyingafjelaginu í Reykjavík, að beiðni þess, þau ömefni, sem
við höfum fengið skrásett. — Við höfum unnið á fjelags-
prjónavjelina fyrir heimili í dalnum árið sem leið, (og að jafn-
aði síðan við fengum hana), 150—200 stykki, stór og smá, svo
sem nærföt fyrir böm og fullorðna, peysur, bamakjóla og öll
þau föt, sem böm þurfa að nota.
Um heimilisiðnaðinn í okkar dal má segja, að enn er tætt
ull á flestum bæjum, spunnið á rokk og á vjel og prjónað í
höndum til heimilisnota.
Frá Fáskrúðsfirði; „Alt gott að frjetta af okkar fjelagi. — Að
vísu ætti að vinna meira en gert er, því. altaf fást nógir kaup-
endur að prjónafötum, en erfiðast er með húspláss fyrir þau
vinnutæki, sem fjelagið á.— Svo eru höfð vinnukvöld í hverri
viku, þá koma fjelagskonur saman hjá þeim, sem bestar ástæð-
ur hafa, og fullgera föt, sem unnin eru, og masa, drekka kaffi
og skemta sjer vel.“
Norðlensk kona, búsett í Reykjavík, skrifar: „Úr því jeg sest
niður að rabba við þig, góða mín, þá langar mig til að. minnast
þeirra mála, sem jeg veit að við erum samhuga um: Kirkju- og
kristindómsmálin. — Þar er mikið verk að vinna fyrir konur á
þessum tímum, alveg eins og á tímum frumkristninnar. —
Áreiðanlega hefði okkar íslenski heimur litið öðruvísi út í dag,
en raun ber vitni um, ef konur hefðu unnið jafn-ötullega að
þeim málum eins og t. d. slysavamar- og bindindismálum. —
Því miður hafa kristindómsmálin orðið útundan yfirleitt, þau
sem eru þó ómissandi undirstaða allra velferðarmála. — Já,
óhætt má segja mál málanna. — Það er sorglegt að heyra best
þektu kennimenn kirkjunnar bera upp kveinstafi um and-