Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 125
Hlin
123
í fjölmennum borgum, eins og t. d. Reykjavík, getur
komið til mála stöð fyrir þetta fólk, með vjelakosti og bíla-
flutningi fram og aftur, jafnvel heimavist, en kensla eða
leiðbeiningar eru notalegri og ná til margfalt fleiri, ef
hún fæst heima, eins og hjer er bent á, enda óframkvæm-
anlegt öðruvísi á afskektum stöðum.
Svo fylgjast þessir kennarar með störfum nemenda
sinna árum saman, og hjálpa þeim og liðsinna þeim, þó
gott lag sje komið á starfið.
Hver einasti maður þarf að eiga kost á aðstoð, svo hann
megi njóta hæfileika sinna sjer og þjóðfjelaginu til hag-
sældar og blessunar.
Halldóra Bjamadóttir.
Eftir að þetta var ritað, hefur málið verið rætt á Al-
þingi. — Styrktarfjelag lamaðra og fatlaðra er mótfallið
því að reka vinnuhæli fyrir þetta fólk. — Segir: „Mark-
mið fjelags vors er endurhæfni hinna fötluðu, þ. e. gera
þá aftur hæfa til þess sjálfa, að sjá sjer farborða í lífinu og
lifa óháðu, hamingjusömu lífi.“
Loforð Florence Nightingale.
(Hjúkrunarkvennaeiðurinn.)
„Jeg skuldbind mig frammi fyrir Guði og fyrir augliti
þessarar samkomu, til að lifa hreinu líferni, og til að leysa
starf mitt af hendi með trúmensku. — Jeg vil gjöra alt,
sem í mínu valdi stendur, til að lialda uppi og hækka
stefnu stjettar minnar, og til að varðveita þagnarskyldu
um öll einkamál og málefni ættar eða heimilis, er kunna
að vitnast mjer í sambandi við köllun mína. — Með trú-
mensku vil jeg reyna að hjálpa lækninum við störf hans,
og vígja mig velferð þeirra, sem mjer hefur verið falið að
annast."