Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 132
130
Hlin
Heimsókn til Avila á Spáni.*
Fjölskyldan hennar Carmen safnaðist saman til þess að „koma
út“ á myndinni.
Stúlkan, sem selur brauðin, er alLra snotrasta hnáta, fjörleg
á svip og nærri svört á hörund sakir hinnar miklu sólar, er skín
án afláts að heitið getur á miðjan Spán. Hún er fátæklega til
fara, því brauðsala á götum úti gefur ekki svo mikið í aðra
hönd, að hægt sje að kaupa annað en brýnustu nauðsynjar. —
Á hverjum degi fer hýn um götur Avila og sönglar ágæti vöru
sinnar jafn tilbreytingarlausri röddu dag hvern. — Hún fer að
heiman í bítið á morgnana til þess að koma nógu snemma til
brauðgerðarinnar, þar sem hennar bíður asninn þolinmóði,
hlaðinn brauðum, ilmandi,. nýbökuðum brauðum, hvítum og
mjúkum, innan í angandi skorpunni, eins og gott og kjarnmikið
kastilíanskt brauð á að vera.
Asninn, blessaður, ruggar sjer undir byrðunum, og töltir
áfram götu sína, götuna frá í gær og frá því í fyrradag, sömu
götuna og hann hefur gengið ár eftir ár, miklu lengur en stúlk-
an, sem nú gengur þær með honum, og læst teyma hann á eftir
sjer. — Þau fara um þröngar og krókóttar götur, og yfir mörg
*) Smábær, langt inn á hásljettunni, norðvestur af Madrid.