Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 49
Hlin
47
aði konu sína mikið, og það svo, að margir óttuðust um,
að hann næði sjer ekki eftir það áfall. — Þorbjörg systir
hans fór þá til hans og annaðist húshaldið, sem alt var
með sama sniði og áður.
Stefán Jónsson hafði verið heitbundinn Elínu Briem,
þegar þau voru ung, en upp úr þeirri trúlofun slitnaði. —
Frú Elín var forstöðukona. Kvennaskólans á Blönduósi
um þessar mundir. — Sumarið eftir að frú Ólöf dó, var
hún mikið á Sauðárkróki, og hjelt til hjá systrum Stefáns
í Prófastshúsinu. — Þá munu þau hafa endurnýjað sín
fyrri kynni, Stefán og Elín, því vorið eftir sendi Stefán
Sigurð bróður sinn á Reynistað eftir Elínu, þegar hún var
búin að segja upp skólanum, og þau giftu sig strax í
maí 1903.
Jeg kyntist ekki frú Elínu fyr en eftir að liún kom til
Sauðárkróks. — Haustið 1905 kom faðir minn mjer til
hennar til þess að læra matreiðslu og fleira. — Húsið var
altaf opið fyrir dætrum bænda, sem versluðu þar. —
Þær voru ekki fáar stúlkurnar, sem nutu kenslu frú
Elínar og fyrirgreiðslu til að afla sjer mentunar, utan-
lands og innan. — Jeg var hjá frú Elínu í 3 vikur og naut
þar margvíslegrar fræðslu, t. d. ljet hún mig læra að stífa
lín hjá Ólínu Benediktsdóttur, sem búin var að vera ár-
um saman þjónustustúlka í húsinu, hún var föðursystir
Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings. — Ennfremur ljet hún
mig hjálpa til við hausthreingerningu, hreinsa tepjDÍ og
margskonar húsgögn, setja tjöld fyrir glugga o. s. frv. —
Einnig gaf frú Elín mjer ýmislegt smávegis til handa-
vinnu.
Ekki fjekk faðir minn að borga einn einasta eyri fyrir
dvöl mína í þessu ágæta húsi, sem jeg hafði svo ósegjan-
lega gott af á allan hátt. — Frá þeim tíma átti jeg vináttu
frú Elínar, meðan hún lifði, og í þessu húsi var jeg, og
við systurnar, nætur og daga, þegar við komum til Sauð-
árkróks. — Það var venja okkar að fara norður um sumar-
málin, til þess að geta verið 2—3 nætur áður en vorannir