Hlín - 01.01.1957, Page 20
18
Hlin
Eigi skal syrgja þótt svannaprýði
búist brúðarlíni. —
Að Guðs vilja gisti græna jörð,
þars angar rós við rós.
Húmar að kveldi, hinsta sinni,
kveðjum þig blítt klökkum huga,
húsfreyja, móðir og hefðarkona. —
JÞökk Guði, þeim, er þig gaf.
Dýrðlegt er líf Drottni að þjóna,
búi að stjórna og að bömum hlúa.
Öllu unna, sem anda dregur.
Deyja síðan — í Drottins nafni.
Hljóðnar Hrafnkelsbær, heima und garði
bjarkir laufgrænar lúta höfði.
Sefur sigurskúfur sælum blundi,
uns aftur vorþeyr vermir grundir.
Þakka ástvinir þelið hlýja,
leiðsögn til frama á lífsins vegi.
Góðrar móður mildi mun ei gleymast.
Var þín vöggugjöf viðkvæmt hjarta.
Brosa blástjörnur — blika sóldaggir,
hækkar sól en hlíð grænkar.
Litkast tún, laufgast björk,
þá verður þín, Guðrún, að góðu minst.
Farðu vel, Guðrún, til friðarheima.
Blessar þig jörð, en blær sólheitur
vermir leiði þars litblóm spretta
yfir moldum mætrar konu.
5. febrúar 1956.
Jörgen E. Kjerúlf frá Húsum í Fljótsdal.