Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 83
Hlin
81
en haninn galaði tvisvar? — Hvað skyldum við afneita
honum oft á degi hverjum, ef ekki með orðum, þá með
hugsunum og gerðum? — Við skulum hugsa um það, áð-
ur en við dæmum Pjetur, eða aðra hans líka, sem við mæt-
um á vettyangi daglegs lífs.
Annað er líka, sem jeg hef veitt athygli í viðtali við
fólk, að flestir eru sannfærðir um lífið eftir dauðann.
Þetta tvent: Trúin á Guð og trúin á lífið eftir dauð-
ann, er mönnum inikill styrkur. — Þrátt fyrir skort á trú-
rækni, mótar það viðhorfið til daglegs lífs meira en marg-
an grunar.
En hvaðan hefur manni komið þessi sannfæring? —
Ætli það sje ekki barnatrúin, kristileg áhrif frá heima-
húsum, og ef til vill fermingin, sem fest hefur rætur í við-
kvæmu geði barna og unglinga? — Víst kemur það fyrir,
að menn komist til trúar, þó eldri sjeu, >eða að barnatrúin
þroskist og eflist við reynslu og íhugun. — En svo sem
andlegu andrúmslofti ér liáttað nú á tímum, er slíkt sjald-
gæfara en æskilegt væri. — Jeg nefndi andlegt andrúms-
loft. — Hvað er nú það?
Kannist þið ekki við þessar spurningar: „Ætlar þú nú í
kirkju?“ — ,,Þú ert þó ékki að lesa í biblíunni?" — „Hann
skyldi þó ekki vera orðinn frelsaður?“
Ef þið finnið lítilsvirðinguna, sem felst í þessurn spurn-
ingum, skiljið Joið við hviað jeg á. — Er nema gott og rjett
að leita sannleikans, hvort heldur er í kirkjunni, biblí-
unni eða í einlægu trúarlífi?
Sú menning, sem lítilsvirðir þá viðleitni, er stödd á
villigötum. — Trúmál eru engin feimnismál. — Heilbrigð
menning viðurkennir skaparann, og virðir leit mannsins
að sannleikanum. — Jafnvel trúarofstækið er ekki fyrirlit-
legt, aðeins raunalegt dæmi um það, hvernig viðleitni
skammsýnna manna getur beinst í öfuga átt.
Ofstæki er hvergi að finna í kenningu Krists, þar er að-
eins kærleikur, viska og styrkur. — Þrátt fyrir það hefur
ofstæki í trúmálum fælt margan góðan mann frá trúnni,
G