Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 156
154 Iilín
byggingar og lagfæringar Fjelagsheimila. — Skírnarfontur gef-
inn og raflýsing í kirkju.
Austfirskar konur láta sjer mjög ant um Fjórðungssjúkra-
hússmálið og hafa safnað álitlegum sjóði, og er nefnd starfandi
í því skyni.
Einnig hefur Sambandið haft mikil afskifti af Minjasafn-
inu, sem er til húsa á Skriðuklaustri. — Hafa nefnd starfandi.
Mikill áhugi kom fram um að fá ráðunaut í garðyrkju, sem
leiðbeini um skipulagningu skrúðgarða og prýði húslóða.
Formaður, Friðrikka Sæmundsdóttir, Eskifirði, skrifar á
jólaföstu 1956:
Sambandið okkar austfirsku kvennanna er nú að gangast fyr-
ir að komið verði á Hvíldarviku fyrir húsmæður í Halloi-ms-
staðaskóla, og hefur forstöðukona skólans tekið mjög vel máli
okkar, og er í ráði, að næsta vor verði þeirri viðleitni komið í
framkvæmd.
í nýju og veglegu fjelagsheimili: „Fjelagslundur“ á Reyðar-
firði var fundurinn haldinn. — Skýrt frá að fjelögin heimsæktu
hvort annað. — Skýrt frá minningargjöf austfirskrar konu í
Menningar- og minningarsjóð kvenna um Sigríði og Ingibjörgu
Skaftason. — Keyptar spuna- og prjónavjelar .— Mörg fjelög-
in eiga sjer til tekna töluverða sauðfjáreign, sem fjelagskonur,
eða þeirra heimih hafa á fóðrum, og er vert að gefa gaum,
hversu ríflegt fjelagstillag slíkt er.
Samband vestfirskra kvenfjclaga: í sambandinu eru 14 fjelög,
fjelagatala um 750.
Margt bar á góma á fundinum í Hnífsdal í júlí 1956.
Patreksfirði: Konurnar fóru í sjálfboðaliðsvinnu til bænda, er
rigningunum miklu ljetti í fyrrahaust. (,,Sif“).
„Brynja", Flateyri, hefur 4 vefstóla í notkun.
„Iðja“, Súðavík: Keypti húseign fyrir 40 þúsund. krónur.
„Brautin“, Bolungarvík, á 100 þús. kr. í Fjelagsheimilinu.
„Ársól“, Súgandafirði, lagði fram peninga til sæluhúss á
Breiðdalsheiði.
„Hlíf“, ísafirði, gaf orgel í Elliheimili Isafjarðar.
„Ósk“, ísafirði, gaf peningaupphæð í Minnisvarðasjóð Jóns
Sigurðssonar. Gaf peninga til fegrunar Austurvallar á ísafirði.
„Hvöt“ á Hnífsdal gaf gólfdregil og ryksugu til kirkjunnar.
„Kvenfjelag Alþýðuflokksins“, ísafirði: Aðili að Tómstunda-
heimili ísafjarðar.
Athugað um, hvort ekki sje hægt að hafa næsta formanns-
fund K. f. á ísafirði. Allar, sem töluðu, voru því hlyntar, töldu,
að Sambandsfjelögin mundu bera kostnaðinn sameiginlega.