Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 19
Hlín
17
uðu þau hana öll. — Þegar litla telpan mín frjetti lát
ömmu sinnar, sagði hún: „Nú verður amma engillinn
minn!“ — Sýnir þetta best, hvert traust hún bar til ömmu
sinnar, og að hún gat ekki hugsað sjer annað en að amma
hjeldi áfram að vera nálægt henni, albúin til hjálpar eins
og altaf áður.
Þannig munu margir fleiri hugsa, þó eldri sjeu en sex
ára, sem best þektu hina látnu húsfreyju. — Á öldum
minninganna birtist hún mjer í hógværð, góðvild og lítil-
læti, ljómandi af lífsgleði og starfsþrá, fyrirmynd góðrar
húsmóður síns tíma, sjálfri sjer trú, sem og öllum öðrum,
er henni tilheyrðu, í stóru eða smáu, sem jafnan einkenn-
ir góða og þroskaða sál.
Guð blessi minningu hennar!
Lára Ó. Kjerúlf.
Húsfreyja
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR KJERÚLF,
Hrafnkelsstöðum.
KVEÐJULJÓÐ.
Undri engan þó út fjari
líf eftir langan dag.
Helveg troða allir í hinsta sinni.
Koma og fara kynslóðir.
Ei skal þig gráta, þótt gengin sjert
veg veraldar, vörm í hjarta.
Sælt var með þjer að búa,
sæmd þjer að unna — leiðarstjarna á lífsvegi.
Enn ertu fögur, þótt föl þú sjert —
þín hulda fegurð var hölds gleði.
Sætt þjer hann unni, þitt sjafnarmál,
endast mun unr aldur fram.
2