Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 116
114
Hlín
Erindi
flutt á Bakkagerði í Borgarfirði eystra í 40 ára afmælis-
hófi Kvenfjelagsins „Einingin" 20. nóv. 1955 af Ingunni
J. Ingvarsdóttur, prestskonu.
Kæru fjelagssystur og gestir!
Jeg hef verið beðin að segja hjer nokkur orð, og hef
valið mjer að umtalsefni sveitina okkar: Borgarfjörð.
Það mun mál manna, að þessi litla sveit sje með feg-
urstu bygðum hjer austanlands. — Og jeg er í engum vafa
um það, að fjallahringurinn, sem umlykur sveitina, sje
það sem fyrst og fremst setur svip sinn á hana. — Litauðgi
f jallanna og margbreytni þeirra í lögun er svo óvenjuleg,
að hver sem hjer kemur og lítur þau, hlýtur að verða
hrifinn af þeim. — Þetta gildir einnig fyrir okkur, sem
höfum þau daglega fyrir augum, því litbrigði þeirra
breytist ekki einungis frá degi til dags, heldur oft á dag,
eftir því hvernig sól fellur á þau og veðrátta og skýjafar
hagar sjer.
Okkur er það fullljóst, að fommenn kunnu að meta
tign og fegurð fjallanna, sem fyrst og fremst lýsir sjer í því
hve sýnt þeim var um að velja þeim nöfn. — Lýsa sum
nöfnin lit þeirra og lögun: t. d. Dyrfjöll, Súlur og Hvít-
serkur, svo að eitthvað sje nefnt. — Líka túlkaði nafngift-
in fegurð þeirra og átrúnað, svo sem Sólarfjall og Söng-
hofsfjall, því að fornmenn höfðu hreint og beint átrúnað
á fjöllin, eins og t. d. Helgafell á Snæfellsnesi, því að
þangað mátti enginn óþveginn líta, og menn fengu óskir
sínar uppfyltar með því að ganga upp á fellið, án þess að
líta aftur.
Þá þótti sjálfsagt að hafa fjöllin fyrir eyktamörk, þar
sem því varð við komið, og hlutu þá nafn af því. — Önn-
ur bera nöfn manna og býla o. s. frv. — Yfirleitt er fjöl-