Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 65
Hlín
63
vopn þau, er jeg þyrfti á að halda, þau væru þar til taks
í röð og reglu, sterk og hvöss, valin úr sögunni og lífinu,
úr heimi hugsananna og reynslunnar. — Jeg þyrfti ekkert
að gera nema velja úr.
„Sjáum til," sagði jeg við sjálfa mig, „við konur heimt-
um kosningarrjett. — Hvað getum við þá talið okkur til
gildis, sem veitir okkur rjett til þess að taka þátt í stjórn
ríkisins?"
Við sænskar konur erum vanar að leiða athygli manna
að kvenrjettinda-hreyfingu þeirri, sem hefur myndast hjá
okkur á fáum árum. — Við stærum okkur af 170 kosning-
arrjettar-fjelögum okkar, af öllum þeim fjölda flugrita,
sem við gefum út og af fyrirlestrunum, sem við höldum.
— Við minnum menn á, að við sjeum 30.000 konur, sém
liöfum gengið í fjelög, er krefjast kosningarrjettar, og á
stóru áskorunina okkar með 140.000 nöfnum.
En þegar jeg hugsaaði mig betur um fann jeg, að það
mundi gagnslítið að benda á þetta. — Mundu menn ekki
blátt áfranr svara mjer. að þær sænskar konur, sem ekki
kærðu sig um kosningarjett, væru sanrt miklu fleiri en
þær, sem sæktu um hann. — Við erum líka vanar að
benda á það, hvað við erum margar, nú orðið, sem vinn-
um fyrir okkur með sjálfstæðri, launaðri vinnu. — En
ríkið borgar ver vinnu okkar en vinnu karlmannanna og
litilokar okkur frá ýmsum vinnugreinum. — Við verðum
að hafa hönd í bagga með lagagerðinni, svo þessu verði
breytt. — En skyldu menn nokkurntíma veita okkur kon-
um kosningarrjett af þessari ástæðu? — Sjálfsagt mundu
menn svara, að þessi rjettlætisverk yrðu framkvæmd án
okkar aðstoðar á sama hátt og jafn erfðarjettur og margt
annað, sem okkur hefur verið veitt.
Ætti jeg að telja upp þau verk, sem konur hafa unnið
og vinna sem hjúkrunarkonur, sem líknarsystur, sem
sjálfboðaliðar við fátækrastjórn? — Menn mundu svara
mjer, að einmitt þetta sýndi livað trúin liefði mikið vald
yfir konunum. — Kosningarjettur kvenna yrði til þess að