Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 124
122
Iilín
stunda vinnudeginum. — En hlutaðeigendur upplýsa, að
hægt sje að haga því svo, að vel megi takast: Hjálpar-
stúlkan fengi frí eftir erfiða hjálp á heimili, svo sem því
svarar, er hún hefur unnið fram yfir sinn tiltekna 8 st.
tíma.
Einnig er í athugun, hvort sameina mætti orlof hús-
mæðra, þannig, að hjálparstúlkan ynni, ekki aðeins í
veikindaforföllum, heldur einnig þar sem húsmóðurinni,
að læknisráði, væri mikil þörf á hvíld um lítinn tíma.
Öryrkjar.
hess var getið fyrir nokkru í Ríkisútvarpinu, að ör-
yrkjar væru nú á 3. þúsund á íslandi, og þaraf 1/3 í
Reykjavík — og að styrkur til þeirra, af því opinbera, væri
8 millj. króna.
iÞað er guðs þakka vert að styðja þá og styrkja, sem ekki
geta sjeð um sig sjálfir, eða sjeð sínum farborða.
Margt af þessu fólki vinnur þó ýmisleg störf, að meira
og minna leyti sjer og öðrum til gagns. En ætli það mætti
ekki verða ennþá meira um gagnlega vinnu hjá þessu
fólki, ef því væri leiðbeint til starfa við þess hæfi.
Væri ekki ráðlegt, að vel mentir kennarar, karl og
kona, yrðu ráðin af því opinbera til þess- að ferðast um
landið, leiðbeina og kenna öryrkjum, heimsækja þá á
heimilum þeirra, kenna þeim að vinna ýmislegt við hæfi
hvers einstaklings, sjá þeim fyrir efni og sölu, ef þyrfti.
Hjálpa fólkinu til sjálfsbjargar á heimilum sínum. —
Veita þeim góð og holl ráð og fylgjast með starfi þeirra
áfram, þó leiðbeiningum sje lokið.
Þetta tíðkast lijá öðrum þjóðum og gefst vel.
Fólkið verður glaðara og ánægðara að fá lijálpina á
heimilum sínum.