Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 68
66
Hlin
— Við höfum klætt heimili okkar og prýtt, við höfum
myndað siði þess, við höfum skapað uppeldisfræðina,
heimilishlýjuna, góða viðmótið.
Vegna heimilisins höfum við látið til okkar taka, og
fyrir það höfum við verið smámunasamar. — tÞær eru
ekki margar, konurnar, sem staðið hafa á borgarveggjum
og varið borg eins og Kristín Gyllenstjerne, enn færri
hafa lagt á stað eins og Jeanne d’Arc, til þess að berjast
fyrir föðurlandið. — En ef óvinirnir hafa komið alla leið
að húsdyrunum, þá höfum við staðið þar með þvöruna og
sópinn, orðhvassar, með reiddan hnefann, reiðubúnar að
verja verk okkar, heimilið, fram í opinn dauðann.
Og þessi litla bygging, sem hefur kostað svo mikið erf-
iði, hefur hún heppnast eða misheppnast? — Er þáttur
kvenna í heimsmenningunni lítilfjörlegur eða mikils
virði? Er hann mikils metinn eða fyrirlitinn?
Til þess að fá svar við þessum spurningum þurfum við
ekki annað en ldusta á ummæli þau, sem altaf kveða við
í kringum okkur. — Hversvegna gengur þessum og þess-
um, sem um er talað, vel í heiminum? — Af því að liann
hefur átt gott heinrili. — Annar mishepnast. — Það er aft-
ur á móti að kenna uppeldi því, sem hann hefur fengið á
heimili sínu. — Hvernig hefur þessi maður getað afborið
alla sína ógæfu? — Það er af því, að konan hans hefur alt-
af búið honum gott lieimili.
Er það ekki aðdáanlegt þetta litla hæli? — Það tekur
l'úslega á mófi okkur, nreðan við erum hjálparvana og erf-
ið ung börn. — Það setur okkur í lieiðurssætið, þegar við
erum orðin veikburða gamalmenni. — Það veitir hús-
bóndanum gleði og hressingu, þegar hann leitar þangað
þreyttur af erfiði dagsins. — Það hlúir eins vel að honum,
þegar á móti honum blæs í heiminum eins og þegar hon-
um er hossað þar. — Á heimilinu eru engin lög til, ein-
ungis venjur, sem fylgt er, af því að þær eru gagnlegar og
heilladrjúgar. — Þar er refsað, en ekki í hegningarskyni,
heldur til þess að ala upp. — Þar geta allir hæfileikar