Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 70
68
Hlín
En er alt þar með sagt?
Ætli flestum finnist ekki orsökin önnur: Að menn sjeu
ómótstæðilega knúðir til ferðar á óskiljanlegan hátt. —
Menn líkja því við sóttnæmi, þetfia sem rekur hverja þús-
undina af annari frá ástvinum og öllu sem þeir þekkja, til
framandi lands, þar sem þeir þekkja engan, þar sem þeir
verða að venjast nýrri náttúru, læra nýtt mál, takia upp alt
önnur vinnubrögð. — Launin eru óviss, en óþægindin og
erfiðleikarnir vissir og óhjákvæmilegir. — Hlýtur það
ekki að vera eitthvert öflugt náttúruafl, sem knýr útflytj-
endahópinn af stað?
Við hin þorum naumast að gera nokkuð til þess að
stöðva þá, því við vitum að á meðan nokkur blettur af
óræktuðu landi er til á jörðunni, þá verða til landnemar,
sem leita þangað. — Það verður aldrei hægt að banna
mönnum að uppfylla jörðina og gera sjer hana undir-
gefna og byggilega. Þessvegna hlær heldur enginn að út-
flytjendunum lengur, og jeg held, að bráðum reki að því,
að menn hætti að henda gaman að konunni, sem vinnur
fyrir sjer utan heimilis. Menn munu þa skilja, að þegar
hún var knúin til þess að yfirgefa heimilið, var það ekki
einungis af efnahagslegum ástæðum, ekki einungis vegna
kröfu um jafnrjetti, ekki af nýjungagirni eða frelsisást. —
Alt þetfia hefur átt nokkum þátt í því. En svo er líka ann-
að: Knýjandi afl, sterkara en máttur eigin eðlis, hefur
knúð konuna áfram. — Þetta munu menn smásaman
skilja, og ekki þora að stöðva það nje girða fyrir það.
Bleikir akrar, nýjar borgir, blómleg ríki, sýna okkur
hvar leið útflytjandans hefur legið. — Vera má, að konan
tigi eftir að sýna, að þegar hún braust inn í verkahring
karlmannsins, þá vildi hún leggja eyðimerkur og óræktar-
lönd undir menninguna.
■o