Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 133
Hlín
131
torg, og stundum fara þau í gegnum hlið á hinum fi’ægu borg-
armúrum.
Fyrir framan dómkirkjuna mæta þau nokkrum mönnum,
heldur svipþungum, með stráhattinn niður í augum og rekuna
um öxl. — Þeir kaupa af stúlkunni sex brauð á lVz peseta
hvert. — Mennirnir eru á leið til vinnu sinnar á akrinum fyrir
handan, og annað kaupa þeir ekki til matar en þessi brauð, sem
þeir svo borða með lauk og soðnum kartöflum í olíu, og renna
þessu niður með yínsopa úr flöskunni, sem hangir um öxl
þeim.*)
Stúlkan heldur brott frá torginu, sem kent er við dómkirkj-
una, þessa fögru byggingu, sem íbúar Avila hafa gleymt að dást
að. — Þarna gnæfir hún upp við og yfir borgarmúrana, tíguleg
og rismikil, kirkja og virki í senn, því ein álma hennar er áföst
múrunum. — Hún er gerð í gotneskum stíl á 12. og alt fram á
15. öld, og hefur að geyma fagra altaristöflu með myndum úr
lífi Jesú, verk hins fræga myndhöggvara Pedro Berruguete.
Stúlkan heldur áfram leiðar sinnar um götu heilags Sekúnd-
usar, sem liggur meðfram borgarmúrunum, og fer yfir torg
heilagrar Teresu. — Það er fallegt torg og hefur á sjer sannan
kastilíanskan svip. — Það er hjer um hil í miðju borgarinnar,
og umhverfis það eru súlnaraðir, þar sem unga fólkið gengur
sjer til skemtunar í hlýju kvöldrökkrinu, gengur og gengur án
þess að því finnist nokkru sinni kominn tími til þess að fara
í bólið. — Svo snemma morguns minnir ekkert á gáska liðins
kvölds, nema borðin og stólarnir á kaffihúsunum, sem öll
standa á höfði, rjett eins og þau væru önnum kafin við morgun-
leikfimi! Þetta er tákn hins nýja dags.
Um þetta leyti dags fara ekki aðrir um torgið en fólk, sem er
að flýta sjer og styttir sjer því leið þvert yfir það. — Asnar,
klyfjaðir mjólk eða brauðum, halda í humátt á eftir húsbænd-
um sínum og lúta höfði, nema staðar öðru hvoru, því byrð-
arnar Ijettast smátt og smátt. — Lögregluþjónninn hefur lítið
að gera og kveikir sjer í vindli. — Svo ráðleggur hann ámsul-
um fei’ðamanni að borða í matsölunni á móti og hrósar henni á
hvert reipi.
Stúlkan fer fram hjá lögregluþjóninum, sem slær henni
óspart gullhamra, svo hún horfir brosandi um öxl sjer, er hún
heldur leiðar sinnar.
*) „Flaskan“ er eiginlega skinnhelgur, sem þeir þrýsta á, svo
að vínbunan streymir út, og karlarnir gapa við bununni. „Þetta
er hreinasta list,“ segir Sonja Diego, þýðandinn.
9*