Hlín - 01.01.1957, Page 133

Hlín - 01.01.1957, Page 133
Hlín 131 torg, og stundum fara þau í gegnum hlið á hinum fi’ægu borg- armúrum. Fyrir framan dómkirkjuna mæta þau nokkrum mönnum, heldur svipþungum, með stráhattinn niður í augum og rekuna um öxl. — Þeir kaupa af stúlkunni sex brauð á lVz peseta hvert. — Mennirnir eru á leið til vinnu sinnar á akrinum fyrir handan, og annað kaupa þeir ekki til matar en þessi brauð, sem þeir svo borða með lauk og soðnum kartöflum í olíu, og renna þessu niður með yínsopa úr flöskunni, sem hangir um öxl þeim.*) Stúlkan heldur brott frá torginu, sem kent er við dómkirkj- una, þessa fögru byggingu, sem íbúar Avila hafa gleymt að dást að. — Þarna gnæfir hún upp við og yfir borgarmúrana, tíguleg og rismikil, kirkja og virki í senn, því ein álma hennar er áföst múrunum. — Hún er gerð í gotneskum stíl á 12. og alt fram á 15. öld, og hefur að geyma fagra altaristöflu með myndum úr lífi Jesú, verk hins fræga myndhöggvara Pedro Berruguete. Stúlkan heldur áfram leiðar sinnar um götu heilags Sekúnd- usar, sem liggur meðfram borgarmúrunum, og fer yfir torg heilagrar Teresu. — Það er fallegt torg og hefur á sjer sannan kastilíanskan svip. — Það er hjer um hil í miðju borgarinnar, og umhverfis það eru súlnaraðir, þar sem unga fólkið gengur sjer til skemtunar í hlýju kvöldrökkrinu, gengur og gengur án þess að því finnist nokkru sinni kominn tími til þess að fara í bólið. — Svo snemma morguns minnir ekkert á gáska liðins kvölds, nema borðin og stólarnir á kaffihúsunum, sem öll standa á höfði, rjett eins og þau væru önnum kafin við morgun- leikfimi! Þetta er tákn hins nýja dags. Um þetta leyti dags fara ekki aðrir um torgið en fólk, sem er að flýta sjer og styttir sjer því leið þvert yfir það. — Asnar, klyfjaðir mjólk eða brauðum, halda í humátt á eftir húsbænd- um sínum og lúta höfði, nema staðar öðru hvoru, því byrð- arnar Ijettast smátt og smátt. — Lögregluþjónninn hefur lítið að gera og kveikir sjer í vindli. — Svo ráðleggur hann ámsul- um fei’ðamanni að borða í matsölunni á móti og hrósar henni á hvert reipi. Stúlkan fer fram hjá lögregluþjóninum, sem slær henni óspart gullhamra, svo hún horfir brosandi um öxl sjer, er hún heldur leiðar sinnar. *) „Flaskan“ er eiginlega skinnhelgur, sem þeir þrýsta á, svo að vínbunan streymir út, og karlarnir gapa við bununni. „Þetta er hreinasta list,“ segir Sonja Diego, þýðandinn. 9*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.