Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 131
Hlin
129
þessi danski vesalingur mun ábyggilega fá óáreittur að hvíla í
eilífri ró.
Og það er ekki laust við að mjer finnist lítið, leggjast fyrir
kappann eftir svo „tragiskan“ dauða, og þyki snubbótt að
setja punktinn hjer.
Alt í einu er komið út úr skóginum, og þar þrýtur stiginn.
— Jeg stend við háa girðingu, sem liggur umhverfis stóran ak-
ur. — í baksýn er ávöl hæð, og upp á henni fornmannahaugur.
— Það vissi jeg, að mundi vera haugurinn hans Jeppa.
Jeppe Aakær var fyrst og fremst skáld Jótlands, og einmitt
hjer á þessum slóðum ér sagt að hann hafi ort mörg af sínum
bestu kvæðum.
En heiðina sá jeg hvergi og ekkert hlið á girðingunni. — En
sem jeg stóð þarna í ráðaleysi, kom jeg auga á tvo menn að
vinnu þar skamt frá. Le'taði jeg leiðsagnar þeirra og brugð-
ust þeir allvel við, vísuðu mjer leið yfir akurinn, og kváðu
heiðina liggja bak við hæðina og Jeppahaug, voru þó nokkuð
svarafáir við spurningum mínum um hana, og fór mig að gruna,
að heiði sú, er við skáldið var kend, væri eigi jafn mikil og
orð það, sem Jebjergbúar ljetu af henni fara.
Þó þrammaði jeg áfram yfir blautan akurinn og upp á haug
skáldsins. Og sjá, þar blasti heiðin við!
Áður hefur hún sjálfsagt verið víðlend og eyðileg með fá-
förnum troðningum hjer og þar, en hinir dugmiklu Salling-
bændur hafa smátt og smátt lagt hana undir sig. — Heiðin
breyttist í græna akra, og nú var ekkert eftir nema ofurlítill
fífuflói og dálítill lyngfláki í kring þarna meðal vinalegra
bændabýlanna.
Jeg gekk niður hæðina og settist í ilmandi lyngið. — Hjer
hafði skáldið fengið næði til að yrkja. — Hjer var maður eins
og ofurlítið fjær skarkala heimsins. -— Fífan var hvít sem mjöll
og mjúk eins og silki, rjett eiris og fífan í mýrunum heima. —
Út á akrinum hljóp hjeri sem örskot og hvarf á næsta auga-
bragði, og einhversstaðar heyrðist í*fugli.
Jeg gróf hendurnar niður í lyngið og naut þess að finna það
á milli fingranna. — Þetta hafði mannshöndin ekki ræktað,
þetta hafði Guð sjálfur gróðursett hjer. Ofurlítill blettur var
hjer eftirskilinn í sinni upprunalegu mynd.
Jeg lagðist niður og grúfði andlitið niður í grænbrúnt lyngið.
— Mjúkur vorblærinn strauk yfir mig og sólin skein.
Ólöf Þórhallsdóttir, Ormsstöðum í Eiðaþinghá.
9