Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 81
Hlin
79
hans, sem er heilagur Drottinn og Guð allra tíða og allra
kynslóða. — í merku og fallegu kvæði, sem margir kann-
ast við, segir svo: ,,-Mig langar að sá enga lýgi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.“
Betri ósk get jeg ekki hugsað mjer, að nokkur eigi til.
— Ekkert ósatt, ekkert óhreint má koma þar nærri, sem
alt er í veði, það dýrmætasta og helgasta í eigu vorri,
manngildi vort og sæmd, bókinni, sem á að fylgja oss og
segja sögu vora að leikarlokum.
Og jeg veit að þrá þess og bæn býr í brjósti vor allra. —
Oss langar til, að líf vort mætti mótast og helgast af hrein-
leika hans, sem vjer kölluðum á bernskudögunum bróð-
urinn besta og hjetum trú og hollustu ung að árum. —
Og nafn hans er skráð yfir hverja byrjun og hvern endi,
af því vjer trúum á hann og treystum honum einum.
Af því vjer vitum, að fylgi hans og leiðsögn þrýtur aldr-
ei til daganna enda. Og sjeu verk vor, veik og vanmáttug,
unnin í trú á hann og í liollustu við hugsjón hans og
vilja, þá munu þau verða til blessunar, og finna náð fyrir
augliti lians, sem í hástætinu situr, og sjálfri lífsbókinni
lieldur í hendi sinni.
Mættum vjer þá ganga til nýs starfs og nýrrar byrjunar
í öryggi og trausti þess. Og auka svo við æfiþátt, að verði
til heilla og sæmdar, aukins þroska og manngildis, hvern-
ig sem annað tekst.
Mætti það allt, sem við skrifum í bókina okkar, jeg og .
þú, á komandi dögum, verða það eitt, sem við þurfum
aldrei að blygðast okkar fyrir, en sýni og sanni, að við
reyndum af fremsta megni og vildum vera honum trú,
sem á nafnið öllu æðra og öllu ofar.
Mætti hann þá fylgja oss öllum á þeirri leið, senv nú
tekur við og livar, sem vjer förum.
Mætti hann verða hinn sanni foringi samfjelags vors í
hverjum vanda, eins og sjerhvers af oss. — Sá bróðir og
vinur, sem vjer flýjum til í allri baráttu og kjósum til
leiðsagnar og fylgdar á hverri tíð.