Hlín - 01.01.1957, Side 162
160
Hlín
við þau. Enn er svo það, að silfrin geta gengið ungum að erfð-
um, er gömlu konurnar falla frá.
Sumir segja, að þeim falli ekki peysufötin án fljetta. — Mjer
finst sú hárgreiðsla, sem konur tíðka nú, þegar hárið er felt
þjett að höfðinu, fara vel við húfuna. — Annars er ungu stúlk-
unum ekkert til fyrirstöðu að hengja á sig keyptar fljettur. —
Sannarlega sómdi það sjer betur en flest annað, sem konur
hengja nú utan og innan á sig.
Hvers vegna í ósköpunum eru konur í þann mund að glata
þessum gamla, fagra búningi, og láta teyma sig á asnaeyrum
alt eftir því, sem hausttískan blæs frá París og New York? —
Hvar eru allar þessar ágætu konur, sem bygt hafa spítala,
vöggustofur, barnaheimili, björgunarskip og svo ótal margt
annað? — Því í ósköpunum bindast konur ekki samtökum um
að varðveita íslenska búninginn sem hátíðaklæði og láta sjer
sem vind um eyru þjóta, hvort Parísartískan segi þeim að vera
berar í bak eða fyrir!“
Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Ási í Vatnsdal skrifar: „Jeg
er fædd á Haukagili í Vatnsdal 1868. — Foreldrar mínir voru
Ingibjörg Markúsdóttir og Guðmundur Jónasson, bæði ættuð
úr Húnaþingi. — Þau bjuggu á Haukagili, þar til jeg var 6 ára
gömul, þá fluttu þau að Hofi í sömu sveit, og bjuggu þar í 3 ár.
Á móti þeim bjuggu þar hjónin, Rannveig Sigurðardóttir og
Björn Oddsson. — Þau áttu mjög vitra tík, sem Fluga hjet,
henni ætluðu þau að lóga, og varð það að ráði, eftir nokkurt
umtal, að fenginn væri maður á næsta bæ, sem var vanur skot-
maður. — En þegar hann kom, stóð svo á, að faðir minn lá
veikur í öðrum enda baðstofunnar. Kvikindi þetta var aldrei
vant að aðhyllast hann neitt, en þegar maðurinn kom heim
túnið með byssuna, hljóp tíkin inn og alla leið inn í hús föður
míns og upp fyrir hann í rúmið og titraði þar og skalf.
En er átti að sækja hana til líflátsins, sagði faðir minn: „Þið
takið hana ekki í þetta sinn, því hún bað mig um líf, og jeg
neita henni ekki um svo lítilfjörlega bón.“
Faðir minn átti marga vitra hunda, er meðal annars vöktu
yfir túninu á vorin, og enginn maður kom þar nærri, og þótti
mjer vænt um það, því annars hefði það fallið í minn hlut.
Þegar jeg var 4—5 ára á Haukagili, var jeg mjög hneigð fyrir
útiveru á sumrin, þá var enginn til að líta eftir mjer, en vitur
hundur, sem faðir minn átti, og kallaður var Hrammur, tók
það að sjer. — Yfirgaf mig ekki, hvað sem í skarst. — Enginn
mátti sækja mig út á túnið nema foreldrar mínir.
Þessi sami hundur var svo hneigður fyrir að fara á bæinn,