Hlín - 01.01.1957, Page 158

Hlín - 01.01.1957, Page 158
156 Hlín ur, kveðast á og þ. h. — Veitingar eru svo frambornar: Pönnu- kökur, kleinur og lummur, ásamt kaffi. Hafa konur gert góð'an róm að þessu, og býst jeg við, að engin þeirra vilji fara á mis við kvöldvökuna. í vor höfum við svo ákveðið Iðnsýningu, 1. sunnudag eftir páska ,ef Guð lofar. — Gaman hefði verið að fá lánuð falleg sýnishorn af vel gerðum ullariðnaði, en til þess er líklega of langt á milli okkar. (Sýnishornin voru send.) Jeg er oft að hugsa um starfsemi kvenfjelaganna, Halldóra mín. Mjer finst þau standa á dálítið erfiðum tímamótum, finst þau þurfa að leggja meiri áherslu á þjóðleg fræði og kristileg heldur en nú er. — Samböndin ættu að gangast fyrir umferða-. kenslu í handavinnu og föndri, svo hvert fjelag fengi heimsókn a. m. k. einu sinni á ári. Jeg hef haft hjer sunnudagaskóla með börnum síðan 1950, kl. 2 alla sunnudaga að vetrinum, sem ekki er messað hjer. — Mjer þykir vænt um þetta starf, og vildi fegin geta lagt meiri alúð við það. — Jeg vildi óska að, íslenska þjóðin eignaðist sem flesta menn, karla og konur, sem fyndu hjá sjer löngun til að leiða æskuna til Guðs. — Jóhanna Vigfúsdóttir, Munaðarhóli.“ Samband borgfirskra kvenna hjelt 25. aðalfund sinn vorið 1956 í boði Kvenfjelags Stafholtstungna í Vai-malandi. — í Sambandinu eru 17 fjelög, fjelagatala 557. — Húsmæðraskólinn á Varmalandi átti 10 ára afmæli 10. júní 1956. Þrjár konur, sem verið hafa brautryðjendur í Sambandinu frá upphafi, voru kjömar heiðursfjelagar: Svafa Þorleifsdóttir, Réykjavík, Sigurbjörg Björnsdóttir, Deildartungu, og Ragn- hildur Björnsson, Borgarnesi, sem hefur verið í stjórninni frá upphafi. Sambandið gerðist aðili í Bygðasafni Borgarfjarðar og kýs fulltrúa til að starfa í nefndinni. Ennfremur veitir fundurinn stjórn Sambandsins heimild til nokkurra fjárframlaga ef þarf. Það upplýstist á fundinum, að í heimavistarbarnaskóla Borg- firðinga á Varmalandi liggur fyrir strangt bann, um það, að börnum úr þeim skóla má ekkert selja í nærliggjandi sælgætis- búð nema eftir skriflegri ávísun frá skólastjóra eða kennara. Frá Kvenfjelagi Rcykholtsdals í Borgarfirði, veturinn 1957: — Fjelagið gefur út blað, sem nefnist „Gróður". — Konur í fjelaginu eru um 40. — Fundir eru einu sinni í mánuði, vetrar- mánuðina, og eru vel sóttir. — Nú höldum við fundina í húsi Ungmennafjelagsins. — Konurnar leggja til og annast véitingar, fjórar nágrannakonur í hvert sinn. — í byrjun hvers fundar er sunginn sálmur og lesinn ritningarkafli. — Verkefnisnefnd, 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.