Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 3
Efnísyfirlit Hann sem kom inná í síðari hálfleik Aðventan er tími upprifjunar. Kirkjan leiðir okkur til íhugunar á boðskap sem varðar tilvist okkar og örlög. Við minnumst þess að Guð kom inn í veröldina með sérstökum hætti. Veröld merkir tími mannsins. Kristur kom inn í þessa ver-öld, inn í heim mannsins og tíma. I Opinberunarbók Jóhannesar er talað um Krist sem ER og VAR og KEMUR. Undarlega til orða tekið við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð birtist í þessum fáu orðum mikil speki. Hann ER lifandi í anda sínum, upprisinn frelsari, frá eilífð. Hann VAR í heiminum eins og við, manneskja með líkama, sál og anda, alveg eins og við. Og hann KEMUR aftur að dæma lifendur og dauða. Aðventan minnir á þetta allt. Hún undir- strikar samhengi tilverunnar og sögu ver-aldar, þann rauða þráð sem gengur í gegnum allt líf manneskjunn- ar frá sköpun heims og allt til þess tíma er nýr himinn og ný jörð verða til, ný tilvera án böls og þjáningar, án órétts og valdníðslu, tilvera friðar og hamingju, tilvera sem ég trúi að allir menn þrái innst inni. Aðventan sem líka heitir jólafasta er tími íhugunar um dýpstu rök tilverunnar. Krans- inn sem er hringlaga minnir á eilífðina sem er í hendi Guðs og ljósið sem er Kristur. Hann ER og VAR og KEMUR, kemur stöðugt á ný þegar við leiturn hans með því að kyrra hugann, hlusta á orð hans og eiga samfélag við hann í heilagri kirkju hans. Hann kemur líka aftur við lok tímans þegar ver-öldinni líkur. Orðið aðventa merkir koma. Jólin eru hátíð sem minnir á komu Guðs, að Guð varð maður í Jesú Kristi. Þá var hálfleikur ver-aldar. Kristur kom sterkur inn í leikinn í síð- ari hálfleik og lék til sigurs. Sigur hans ER þegar orðinn en hann KEMUR einnig. Sig- urinn er unninn en áhrif hans eru enn að koma fram og eiga eftir að fullgerast í fyllingu tímans. Þetta er í senn leyndardómur og þversögn sem trúin ein fær skilið. I guðspjalli síðasta sunnudags kirkjuársins er talað um liðsmenn, þau sem eru til hægri og vinstri, með eða á móti. Þar er ekki átt við hægri og vinstri í stjómmálum heldur hvort menn skipa sér undir merki Krists og staðfesta það með verkum sínum í þágu þjáðra eða hvort menn með vanrækslu sinni og skeytingarleysi um hag annarra skipa sér í andstæða fylkingu. Lífið hér og nú ræður örlögum okkar í dóminum á efsta degi. A það minnir kirkjan á þessum árstíma. Hún skirrist ekki að ræða það sem er óþægilegt og erfitt að horfast í augu við og varðar tilvist manneskjunnar. Það er okkur til heilla að heyra sannleikann því vinur er sá er til vamms segir og Drottinn agar þann sem hann elskar. Við eigum þess kost að skipa okkur í sveit með Kristi sem sigrað hefur í leik allra leikja. Hann kallar okkur til fylgdar við sig og leiðir okkur sér við hönd í þjónustu við Guð og náungann. Tökum þátt í leiknum með sigurvegara allra tíma! Guð gefi þér friðsæla aðventu og helga jólahátíð. Örn Bárður Jónsson, prestur í Neskirkju. Séra Örn Bárður Jónsson. Valsblaöið • 51. árgangur 1999 Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda viö Laufásveg Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson • Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson og Lárus Ögmundsson Umbrot og útlit: Helga Tómasdóttir • Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Þorsteinn Ólafs, Óskar Ó. Jónsson o.fl. Myndskönnun og plötugerð: ÍP Prentþjónustan ehf. • Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. • Bókband: Flatey hf. Sérstakar þakkir til Þorsteins Ólafs og Óskars Ó. Jónssonar fyrir að lána myndir. Pétur Örn Sigurðsson fær sömuleiðis þakkir fyrir góð viötöl. 3 4 6 7 8 11 12 17 18 18 20 23 24 28 30 33 34 36 37 37 38 39 40 41 44 46 47 50 52 53 54 55 56 57 58 60 62 Hugvekja Júlíus Jónasson íþnóttamaður Vals Bjarki Sigurðsson Skýrsla aðalstjórnar Ejub Purasevic Skýrsla knattspyrnudeildar Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir Ágúst S. Björgvinsson Kolbrún Franklín Skýrsla körfuknattleiksdeildar Kristinn Lárusson Óskar Bjarni Óskarsson Séra Friðrik Friðriksson Skýrsla handknattleiksdeildar Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Ferðasaga Valsstúlkna Landsliðsmenn Vals Birgir Már Árnason Vilborg Guðlaugsdóttir Sigurbjörn Hreiðarsson Steingrímur Gauti Ingólfsson Ragnar Steinsson Elísabet og Gylti Ágúst Jóhannsson Davíö Stefánsson Ómar Sigurðsson Ásgeir Heiðar Pálsson Dóra María Lárusdóttir Pollameistarar Valsmenn hf. Kristín Sigurðardóttir Lolli Uppskeruhátíö knattspyrnudeildar Kassi Frímanns Helgasonar Látnir Valsmenn Golfmót Vals Valsblaðið 1999 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.