Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 51
Eítin Pétur Önn Sigurðsson
Hinn sigursœli l.flokkur Vals. Efsta röðfrá vinstri: Þórður I. Þorbjörnsson, Maríanna
Þórðardóttir, Þóra Hrund Bjarnadóttir, Rut Bjarnadóttir, Erla Súsanna Þórisdóttir,
Guðrún Lilja Guðmundsdóttir. Miðröð: Guðjón Magnússon, Hildur Guðjónsdóttir, El-
ísabet Guðrún Björnsdóttir, Rakel Þormarsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Guðbjörg Sig-
urðardóttir, Ásgeir Pálsson þjálfari: Neðsta röð: Jóhanna Guðmundsdóttir, Rakel Ósk
Halldórsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Þóra Rögnvaldsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Guð-
ný Petrína Þórðardóttir, Lilja Valþórsdóttir. Mynd Þ.Ó.
ljós á malarvöllinn og er það frábært
framtak hjá félaginu. En því miður þá
bræða flóðljósin ekki snjóinn. Ef völlur-
inn á að nýtast okkur yfir vetrartímann
þurfum við að skoða hvað önnur félög
hafa verið að gera. Stjarnan í Garðabæ
hefur æft á sínum malarvelli undanfama
vetur. Þeir keyra salt í völlinn og halda
honum þannig snjólausum. Er þetta eitt-
hvað sem við getum gert? I Valsheimil-
inu er vísir að fínni lyftingaaðstöðu, en
þar þarf fleiri tæki og lóð. Grasæfinga-
svæðið er of lítið fyrir svona stórt félag
og einnig fátæklega búið mörkum. Við
æfðunt t.d. án stórra marka síðustu vik-
una fyrir lokaleikinn á íslandsmótinu.
Það var búið að flytja þau upp á malar-
völlinn og engin eftir á grasæfingasvæð-
inu. Við þurfum að setjast niður og laga
þessi mál. Ég er einnig þeirrar skoðunnar
að við getum bætt fagmennskuna í
kringum sjálfa þjálfunina, t.d. með auk-
inni þátttöku ýmissa fræðinga, næringar
og læknavísinda. En þarna stendur hníf-
urinn í blessaðri Búkollu. Allar breyting-
ar kosta peninga og þeir vaxa ekki á
trjánum. Við höfum það hvorki verra né
betra heldur en þau erlendu lið sem ég
þekki til. Við æfum svipað ef ekki meira
og gæði þjálfunar hjá kvennaflokkum
Vals eru mikil. Við þolum allan saman-
burð við erlend félagslið.“
Hvernig fannst þér Valsliðin
koma út samanborið við önnur
lið á Gothia-Cup í sumar ?
„Valsliðin komu vel út í samanburði við
erlendu liðin á Gothia Cup. Báðir flokk-
amir náðu stórgóðum árangri og sýndu
að það er vel hægt að fara á erlend mót
með háleit markmið. Valsstelpumar höfðu
betri tækni og meiri leikskilning heldur
en erlendu liðin og hefðu alveg getað unn-
ið sína flokka. Okkar stelpur hafa enga
ástæðu til að efast um eigin getu og að
hafa einhverja minnimáttarkennd gagn-
vart erlendum félagsliðum á ekki að
þekkjast. Stelpurnar í Val fá jafnvel betri
þjálfun en þekkist t.d. í Svfþjóð, en þar
þekki ég vel til mála.“
Hvað með stuðning foreldra við stúlk-
urnar? Eru þeir áhugasamir um gengi
flokksins, styðja þeir við bakið á stúlk-
unum með nærveru sinni á leikjum
eða með öðrum hætti?
„Stuðningur heimafyrir er mikilvægur.
Rannsóknir hafa sýnt að brottfall stúlkna
úr íþróttum er að stórum hluta litlum
stuðningi heima fyrir að kenna. Það voru
því miður fáir foreldrar sem gáfu sér
tíma til að fylgjast með stelpunum í sum-
ar, en þeir sem það gerðu skemmtu sér
örugglega vel. Það er með stelpur eins
og stráka, að skemmtilegast er að spila
fyrir framan áhorfendur, en hvaðan eiga
þeir að koma ef foreldrar skila sér ekki á
leikina? Ég hef trú á að þetta breytist á
komandi tímabili og foreldrar skili sér
betur á leiki flokksins.“
Hvernig sinnir þú félagslega
þættinum hjá flokknum,
er eitthvað sérstakt á döfinni?
„Ég hef haft þann háttinn á síðustu ár að
velta ábyrgðinni yfir á hópana sem ég
þjálfa. Við veljum þriggja manna skemmti-
ráð í hverjum mánuði sem sér síðan um
alla skipulagningu og framkvæmd fé-
lagslegra verkefna. Á döfinni er keilu-
ferð, en stefnan er að fara í sumarbústað
einhvemtíma í febrúar.“
Nú heldur þú úti stórskemmtilegri
heimasíðu flokksins, http://www.val-
ur.hello.to. Hver var hugsunin að baki
uppsetningu síðunnar?
„Á undanförnum árum hef ég séð hund-
ruðir svona heimasíðna hjá erlendum
unglingaliðum. Síðumar hafa verið mis-
jafnlega gáfulegar en þama fékk ég hug-
myndina á sínum tíma. Hugsunin er að
hafa gagnabanka þar sem stelpumar geta
nálgast upplýsingar um stöðu mála hvað
varðar mætingar, þátttöku í leikjum, auk
fræðsluefnis af ýmsum toga. Ég ís-
lenskaði tölfræðiforrit í samvinnu við
Mats Bovin höfund þess og hef á heima-
síðunni. Þar er að hægt að skoða hvað
hver leikmaður er búin að leika marga
leiki, leikskýrslur og tölfræði úr leikjun-
um. Stelpumar hafa tekið þessu vel og
þetta hefur síðan bætt upplýsinga-
streymið á milli mín og þeirra. Æfinga-
tafla hvers mánaðar kemur út á netinu
þannig að gamla góða afsökunin: „ég
vissi ekki að það hefði verið æfing“, er
ekki tekin gild lengur.“
Hver eru þín markmið á árinu 2000?
„Nú er tímabilið nýhafið og nýr mann-
skapur genginn upp í 2. flokk. Markmið
mín eru margþætt, en þau sem snúa að
hópnum í heild eru einföld. Við förum í
hvem leik og hvert verkefni til að sigra.
Við ætlum okkur að halda þeim titlum
sem við unnum til í sumar og bæta inn-
anhússtitlunum við. Leiðin liggur síðan
út í sumar og markmiðið er að bæta þann
árangur sem náðist á liðnu sumri. Eink-
unarorð 2. ilokks á komandi tímabili
verða þau sömu og á því liðna. Stefnan
er að hver leikmaður geti sagt næsta
haust: „ég er glöð að ég gerði í stað þess
að ég vildi að ég hefði.“
Valsblaöið 1999
51