Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 59
Eftfp Þopgrím Þráinsson
...
Nafnlaus mynd úr kassa Frímanns en á henni eru keppnislið Vals og Fram í kringum 1960. Gœti verið 2.flokkur.
klippur vegna ferðar Vals með Gull-
fossi til Danmerkur 31. júlí 1933.
• Myndaalbúm með tveimur liðsmynd-
um (sjá mynd), hópmyndum og mynd-
um frá Osló.
• Söngbók Knattspymufélagsins Vals
frá 1939.
• Referees’ Chart and Players’ Guide to
the Laws of the Game. Season 1937-
’38. Merkt Murdo MacDougall.
• Handskrifað blað frá 30. sept. ’64 með
nöfnum leikmanna sem hafa leikið fleiri
en 100 leiki með mfl. Vals í hand-
knattleik: Valur Benediktsson (216),
Sigurhans Hjartason (134), Geir Hjart-
arson (125), Sólmundur Jónsson (108),
Halldór Halldórsson (107), Þórður
Þorkelsson (101).
• Blaðaúrklippur frá Danmörku (ágúst
’64) eftir sigurför handknattleikskvenna
í Val.
• Handskrifað bréf vegna fjársöfnunar
knattspymumanna í Val til bamahjálp-
ar í Noregi á stríðsámnum. Ymsir Vals-
menn gáfu peninga mánaðarlega þar
til sex mánuðum eftir að stríðinu lauk.
• Heiðursskjal til Reidars Sörensen, dags-
sett 11. maí 1961, undirritað af Vals-
mönnum.
• Vísur sem Guðmundur Sigurðsson leik-
maður meistaraflokks orti um hvem
einasta leikmann í meistaraflokki Vals
í knattspyrnu eftir leik gegn Þjóðverj-
um 1935.
Sýnishorn um kunna kappa.
„Hermann við markið hljóður stendur
hreyflr sig varla nokkurtfet
með nýrústbankaðan haus og hendur
því liann þaifað verja gamalt net.
Þjóðverjinn á hann áður skaut
aldrei þó Hermann puttann braut.
Sniðugur mjög í leik er Lolli
liðugur eins og klettaféð.
Líkur spánnýjum sprellikarli
spyrnir hann skrokknum öllum með.
Snerpu ríkur - þó ungur enn -
Unglingar verða stundum menn.
Frímann er góður fyrirliði
fyrirskipar með djörfum róm.
Athugull tnjög á sínu sviði
Ekkert sést númer á hans skóm.
Frímann er knár í leik vors lands
en langbestir stóru skórnir hans.
Grímar kvikur-hetja í herðum
hœtta þá mikil steðjar að
skiftir hann aldrei skapi íferðum
þótt skórinn og boltinn kreppi að.
Aldrei við konur kendur var
hvað konunum öllum mislíkar.
Siggi Olafs hinn stóri sterki
stendur sem klettur hérumbil.
Frœgastur er að einu verki
eigin marksins að sparka til.
En upphlaupa brotna öldur þar
hvar eru fótleggir Sigurðar.
• Bráðsnjöll ræða um hesta flutt af
óþekktu tilefni.
• Æfingatafla Knattspymufélagsins Vals
frá 1940.
• Handskrifað minnisblað eftir Loft Guð-
mundsson, fyrsta formann Vals, sem
kallast Mont. í því lýsir hann því þeg-
ar séra Friðrik Friðriksson vantaði org-
elleikara úr röðum Valsdrengja. Hann
segir frá því hvers vegna hann var frá
knattspymuiðkun í 3 ár og lýsir því
þegar hann kom inn á sem varamaður
(meiddur) í leik gegn Fram og reyndi
að stöðva hið fræga „Clausenspark".
Við það hvarf mesta montið.
• Handskrifaðar ferðasögur Valsmanna
til Vestmannaeyja 1932, til Noregs
1927, til ísafjarðar 1935 og 1936,
nokkrar minningar frá fyrstu árunum.
• Handskrifuð eftirmæli um Jón Krist-
bjömsson markvörð sem fæddist 19.
desember 1911 en dó af völdum slyss
er hann varð fyrir í úrslitaleik Knatt-
spymumóts Islands, 17. júní 1933.
„Brann úr augum eins og logar
œskufjör, en bros á vörum.
Sýndi að stilling œtti’ hann alla,
innri ró í hjartafrón.
Fimur þótti, fremst er mátti
fremja leik á velli bleikum.
Stinn sem björk hann stóð í marki,
stilltur og snar í einu var hann.
Fimur að verki varði’ hann markið,
viðbragðs harður orku’ ei sparði.
Hátt hann stökk og hlífðist ekki,
knöttinn opt því greip á lopti.
Fram sig beygðifljótt og lagði
fótinn aptur og sparn með krapti.
Svo frá vörn í sókn með spyrnu
sinna rjetti’ hann hlut á sljettu.
• Fundarbók 60 ára afmælisnefndar
Vals.
• Jólakort með Noregsförum Vals 1957.
• Afrit af bréfi sem Valur skrifaði 26.
mars 1956 og sendi til Mr. Stanley
Matthews c/o Blackpool Football
Ciub. Eins og flestum er kunnugt er
Stanley Matthews einn frægasti knatt-
spymumaður Englands fyrr og síðar.
Valsmenn voru að bjóða Stanley að
spila tvo æfingaleiki með Val í tilefni
af 45 ára afmæli félagsins.
59