Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 27
þeirra. Innri agi og agi skipta rosalega
miklu máli. Leikmenn verða að setja sér
markmið og stefna á þau. Ef einhver
klikkar í leikjum verður hann að koma á
aukaæfingar. Menn verða að taka á sín-
um göllunt. Mínar tvær fyrirmyndir hvað
þetta varðar eru Valgarð Thoroddsen sem
spilar nú með Víkingi og Valdimar
Gnmsson. Ef Valdi klikkaði úr víti
horfði hann 100 sinnum á spóluna. Ég
lenti í þessu með honum þegar við vor-
um hjá KA. Ég svaf yfir spólunni og er
ég nú talinn áhugasamur. Ef Valgarð
spilaði illa bað hann alltaf um séræfing-
ar. Daníel Ragnarsson, sem er einn efni-
legasti leikmaður Nissan-deildarinnar
mætti taka þessa leikmenn sér til fyrir-
myndar. Hann er stór og sterkur og guð
gaf honum þá gjöf að vera örvhentur.
Daníel er mjög góður drengur en hefur
ákveðna galla sem leikmaður sem hann
gerir lítið í að bæta. Hann skortir ennþá
innri aga og þarf að gera hlutina sjálfur."
Oskar segir að þegar krakkar eru orðn-
ir 13-14 ára þurfi að kenna þeim
ákveðnar venjur ef þeir ætla sér að ná ár-
angri. „Það þarf að kenna þeim ákveðnar
venjur eins og aukaæfingar, rétta lyft-
inga- og hlaupatækni, hugarþjálfun,
hvað þeir geta gert sjálfir og svo fram-
vegis. Minn draumur er að þjálfa lið og
geta síðan snúið mér að næsta liði en sjá
jafnframt að allt sem ég kenndi sé enn í
gangi hjá hinu liðinu eða flokknum.
Menn verða að læra að gera hlutina sjálf-
ir. Mín fyrirmynd í að kenna leikmönn-
um ákveðnar venjur er Brynjar Karl.
Hann er ótrúlega trúr sjálfum sér og fer
sínar eigin leiðir. Ég ber mjög mikla
virðingu fyrir honum.“
Oskar heyrir því stundum fleygt að
íþróttir séu ekki allt og segir sjálfur að
það sé vissulega rétt. „Iþróttaðikun er
einn besti undirbúningurinn fyrir lífið.
Við lærum að sigra, tapa og hvemig eigi
að takast á við mótlæti. Þeir sem temja
sér þær góðu venjur sem fylgja íþróttum
gengur undantekningalaust vel í lífinu.
Þótt það sé gaman að vinna titla skiptir
meira máli hvemig rætist úr krökkunum
sem einstaklingum. Titlamir sýna þeim
reyndar að þau uppskera eins og þau sá,
líkt og í lífinu sjálfu.“
Hvernig getur félagið komið
til móts við þessa drauma
sem eru ekki einsdæmi hjá Val?
„I vetur hafa mun fleiri duglegir einstak-
lingar komið til starfa hjá Val. Agúst Jó-
hannsson þjálfari er án efa eitt það besta
sem hefur komið fyrir félagið lengi.
Agúst Sigurður er ótrúlega duglegur í
körfunni og hann fékk Sævald Bjarnason
með sér, Beta fótboltaþjálfari er mjög
áhugsöm og Þór sömuleiðis. Allt þetta
fólk skiptir Val ótrúlega miklu máli og
félagið verður að halda í það. Handbolta-
deildin hefur haft sérstakan skilning á
þessu og fjölmiðlar fjalla reglulega um
þá uppbyggingu og innra starf sem á sér
stað hjá deildinni. Núna eigum við sex
vinstri homamenn á aldrinum 17-25 ára
og ég myndi treysta þeim öllum til að
spila. Fjórir þeirra komast ekki í leik-
mannahóp Vals.“
Oskar segir aðspurður að það verði
mjög erfitt að stöðva sigurgöngu þeirra
ungu stráka sem eru nú famir að leika
með meistaraflokki. „Ef við höldum rétt
á spilunum, bjóðum þeim upp á séræf-
ingar, skömmum þá reglulega og komum
í veg fyrir að það rigni upp í nefið á
þeim hafa þeir alla burði til að slá í gegn.
Við erum með línumenn sem bíða í
hrönnum eftir að komast að og þannig er
um flestar stöður.“
Er Geir Sveinsson að gera rétta hluti?
„Já, mér finnst hann í raun betri en ég
bjóst við. Hann á eftir að rekast á marga
hluti og ég mun læra heilmargt af hon-
um. Vamarlega er Geir mesta fyrirmynd
sem við höfum átt. Geir er leiðtogi, frá-
bær fyrirmynd, er með góðan talanda og
það hlusta allir þegar hann talar. Við
þurftum svona mann núna. Dagur var
sterki karakterinn í liðinu áður en það
var gott að fá Geir núna. Við þurftum
sterkan leiðtoga."
Gætirðu hugsað þér að taka
við þjálfun liðsins, einn og sér?
„Já, ég neita því ekki. Eftir hverja ein-
ustu æfingu og hvem einasta leik hugsa
ég hversu gaman það væri að fá að vera
við stjómvölinn. Ég hef velt því fyrir
mér hvort ég eigi að bíða eða fara eitt-
hvað annað. Minn tími mun koma og
auðvitað langar mig mest að taka við
Valsliðinu."
ÍBV falaðist eftir þér, ekki satt?
„Astæða þess að ég hafnaði IBV er sú að
ef ég fer til annarra liða geri ég það ekki
fyrir skemmri tíma en 5-6 ár. Mér fannst
hvorki ég né fjölskylda mín vera tilbúinn
til þess að ég færi til Eyja í svo langan
tíma. Mér finnst ég alls ekki vera að
missa af neinni lest og sé t.d. ekki eftir
að hafa afþakkað boð um að gerast að-
stoðarþjálfari hjá Wuppertal í Þýska-
landi. Núna virðist allt vera að hrynja hjá
því liði þannig að það er kannski eins
gott að ég fór ekki.“
Kænu Valsmenn!
Við þökkum öllum Valsmönnum fyrir hlýhug og vináttu við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar
Magnúsar Bergsteinssonar.
Elín Svava Sigurðardóttir og börn
Þorrablót Vals
verður haldið laugardaginn 22. janúar að Hlíðarenda.
Valsmenn fjölmennum !
27