Valsblaðið - 01.05.1999, Side 15

Valsblaðið - 01.05.1999, Side 15
Þessir ungu Valsmenn mœttu vel merktir á leiki meistaraflokks ásamt „SP-smáranum”. þeim fjölmenna stúlknahópi sem æfir knattspymu hjá félaginu. Meistaraflokk- ur félagsins var lengi vel í öðru sætinu og háði einvígi um meistaratilinn við KR en gaf síðan eftir í blálokin og endaði í þriðja sæti. Arangur 2. flokks var fram- úrskarandi en sá flokkur vann alla titla sem í boði vom í sumar, 3. flokkur varð haustmeistari og náði góðum árangri á sterku móti í Svíþjóð. Þá varð 5. flokkur Reykjavíkurmeistari, hreppti silfurverð- laun á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum auk þess sem flokkurinn komst í úrslita- keppni hnátumóts KSÍ. Meistaraflokkur kvenna Meistaraflokkur kvenna varð fyrir mik- illi blóðtöku á undirbúningstímabilinu fyrir Islandsmótið, fyrst þegar Laufey Olafsdóttir meiddist illa á gervigrasi og síðan þegar ljóst varð að Hildur Guð- jónsdóttir yrði líka frá keppni allt sumar- ið vegna meiðsla. Meiðsli þessara lykil- manna urðu til þess að sparkfræðingar spáðu liðinu 3. sætinu í upphafi mótsins sem síðar átti eftir að verða raunin. Keppnin einkenndist eins og oft áður af þeim getumun sem verið hefur á milli liða í deildinni en mótið var að þessu sinni einvígi milli KR og Vals en lið Breiðabliks náði öðru sætinu af Vals- stúlkum með góðum endaspretti og sigri í lokaleiknum. Blikaliðinu barst góður liðsauki í júní- mánuði og náði m.a. að leggja Valsstúlk- ur af velli í báðum umferðum mótsins. Eins og mótið hefur spilast síðastliðin þrjú ár, er ljóst að leikir Valsstúlkna gegn Breiðabliki og KR hafa alfarið ráðið um endanlega lokastöðu mótsins. Það voru mikil vonbrigði að Valsstúlkur voru slegn- ar út af Eyjastúlkum strax í 8-liða úrslit- um bikarkeppninnar en góður árangur í bikarkeppninni smitar oft út frá sér og skapar skemmtilega stemmningu í kring- um keppnislið. Nokkrir leikmenn stigu sín fyrstu spor með meistaraflokki Vals í sumar. Meðal annars þær Asdís Petra Oddsdóttir sem kom frá Haukum, Erla Dögg Sigurðardóttir sem kom frá Sví- þjóð, systurnar Ema Lind og Þóra Reyn Rögnvaldsdætur sem komu frá IBA á Akureyri, Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir sem kom frá Fjölni og Ingunn Einars- dóttir úr 2. flokki Vals. Markakóngur Landssímadeildar kvenna kom úr röðum Vals en það var marka- drottningin Asgerður Hildur Ingibergs- dóttir sem skoraði 20 mörk. Valsstúlk- umar Asgerður og Rósa Júlía Steinþórs- Rakel Logadóttir lék með U-21 árs landsliðinu í sumar en hún var kjörin efnilegasti leikmaður meistaraflokks. dóttir vom lykilleikmenn með A-lands- liðinu á árinu. Þær Ragnheiður Á. Jóns- dóttir, íris Andrésdóttir, Rakel Logadóttir og Ásgerður léku með undir 21 árs landsliðinu, Ásgerður sem eldri leikmað- ur. Tveir leikmenn í meistaraflokki náðu þeim glæsilega áfanga að leika sinn 100. leik með Val en það voru þær Soffía Ámundadóttir og Erla Sigurbjartsdóttir. Besti leikmaður: Ásgerður Hildur Ingi- bergsdóttir Efnilegasti leikmaður: Rakel Logadóttir 2. flokkur kvenna Leikmenn 2. flokks kvenna áttu frábært tímabil sumarið 1999 og unnu samtals til fimm titla. Stelpumar urðu Faxaflóa-, Reykjavíkurmeistarar, bikar-, íslands- meistarar og haustmeistarar KRR. Frá- bær baráttuandi og leikgleði var ríkjandi hjá liðinu þar sem allar stúlkumar lögð- ust á eitt um að ná settu markmiði undir stjórn Ásgeirs Heiðars Pálssonar sem náði árangri sem erfitt verður að bæta. Þess má geta að Valsstúlkur urðu fs- landsmeistarar í 2. flokki í fyrsta sinn en liðið náði þeim frábæra árangri að vinna 11 leiki og tapa aðeins einum leik. Þessi niðurstaða gerir það að verkum að liðið náði 91,7% árangri á íslandsmótinu sém er frábær árangur og hæsta árangurshlut- fall hjá keppnisliði hjá Val á þessu ári. Samtals skoruðu stúlkumar 104 mörk í mótunum fimm en fengu aðeins á sig 16 mörk. Liðið er því geysisterkt allt frá markmanni til fremsta sóknarmanns. Flokkurinn tók líka þátt í Gothia Cup og tapaði ekki leik þar en féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni gegn því liði, sem síðar vann mótið. Valsliðið fékk íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir sigurleik gegn KR að Hlíð- arenda en einni viku áður höfðu stúlkum- ar einnig sigrað KR-stúlkur í bikarúr- slitaleik. Til fróðleiks má geta þess að fyrir þennan bikarúrslitaleik hafði Valur leikið sex úrslitaleiki í röð á íslandsmóti og í bikarkeppni án þess að vinna gullið. Sá draugur hafði fylgt 2. flokki undan- farin tvö ár að ganga illa í úrslitaleikjun- um. Ljóst er að 2. flokkur hefur alla burði til að gera harða atlögu að því að verja þá titla sem unnust á árinu 1999 enda munu aðeins tveir leikmanna liðs- ins, þær Erna Erlendsdóttir og Rakel Logadóttir, ganga upp í meistaraflokk. Þær tvær vom fastaleikmenn með undir Valsblaðið 1999 15

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.