Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 34
Dagana 15.- 26. júlí fóru 2. og 3. flokk-
ur kvenna hjá Val í keppnisferð til Sví-
þjóðar og var förinni heitið á Gothia
Cup mótið. Elísabet Gunnarsdóttir
þjálfari 3. flokks segir ferðasögu.
Strax í upphafi tímabils var ákveðið af
þjálfurum og foreldrum að fara í utan-
landsferð með báða flokkana og var
markmiðið að fara í ferð þar sem knatt-
spyrna væri höfð í fyrirrúmi. Akvörðun
um hvert skyldi fara var ekki erfið, því
Gothia Cup var mótið sem heillaði, sök-
um þess hversu sterkt það er knatt-
spyrnulega.
Stelpurnar söfnuðu jafnt og þétt frá
því í janúar 1999 og var ýmsum leiðum
beitt til að afla fjármuna enda kostaði
ferðin rúmlega 50.000 kr. fyrir hvem
leikmann. Innifalið var; flug til Kaup-
mannahafnar, gisting í Kaupmannahöfn í
eina nótt, rútuferð til Gautaborgar, móts-
gjald, miði á leik Lazio og IFK Gauta-
borgar, dagsferð í sundlaugargarðinn Skara
sommerland, matur, gisting o.fl.
Ferðin hófst fimmtudaginn 15. júlí
með brottför frá Hlíðarenda en síðan var
haldið til Keflavíkurflugvallar. Frá
Kaupmannahöfn var keyrt til Gautaborg-
ar og tók rútuferðin fimm klukkutíma.
Föstudagurinn fór að mesiu í hvíld og
stuttar skoðunarferðir í kringum skólann
sem gist var í en skólinn var mjög stutt
frá miðbænum.
Laugardeginum eyddu stúlkurnar á
frábæru útivistarsvæði þar sem tekin var
góð æfing og því næst lagst fyrir í sólbað
á ströndinni í frábæru veðri (30 stiga hita
og sól). Sunnudeginum var eytt í Skara
sommarland þar sem sumar stúlkumar
sneru maganum við í geggjuðum tívolí-
og sundlaugartækjum. Mánudagurinn var
sá dagur sem beðið var eftir, stelpumar
voru ræstar kl. 7.00 í morgunmat og svo
var haldið út á keppnisvöllinn þar sem
fyrstu leikir liðanna fóru fram.
Valur sendi eitt lið til keppni í aldurs-
flokknum 19 ára og yngri, eitt lið í ald-
ursflokknum 16 ára og yngri og svo eitt
lið í aldursflokknum 15 ára og yngri. 19
ára liðið (U-19) samanstóð af leikmönn-
um úr 2. flokki og einum leikmanni úr
meistaraflokki kvenna, 16 ára liðið (U-
Fríða, Oddný, Edda Lára og Dóra gera
sig klárarfyrir leik. Vökva, smyrja, öskra
vinna!
34
Valsblaðið 1999