Valsblaðið - 01.05.1999, Page 53
Eftir Þorgrím Þráinsson
Pollameistarar
Vals 1999
Árangur í old-boys óviðunandi
SPARl‘^iH!R
vsMusJÓDUR
VCLSTJÖRA
Pollameistarar Vals 1999. Þorgrímur Þráinsson, André Raes, Björn Guðmundsson, Úlfar Hróarsson, Magnús Kristjánsson og Sœv-
ar Jónsson markakóngur. Neðri röð: Dýri Guðmundsson, Ólafur K. Ólafs og Grímur Sœmundsen. Fjöldi ónafngreindra afkvœma er
á myndinni en Hermann Gunnasson var komin aftur „í loftið".
Ekkert er hægt að segja að inikil alvara
hafi verið í starfsemi old-boys hjá Val
síðastliðið sumar frekar en árin þar á
undan. Valur lék þó 8 leiki á íslandsmót-
inu og náði 50% árangri. Liðið hafnaði í
5. sæti í riðli níu liða, hlaut 12 stig af 24
mögulegum. Lítil endurnýjun hefur verið
í leikmannahópi Vals síðustu ár og hafa
yngri og væntanlega „frískari“ menn
ekki gefið kost á sér með nokkrum und-
antekningum þó, sbr. Jón S. Helgason.
Það sem háir liðinu er því ellimerki og
skortur á leikmönnum, snerpu og út-
haldi. Það kom fyrir að Valur lék manni
færri eða hafði enga menn til skiptanna
en slíkt er ekki vænlegt til árangurs þeg-
ar um menn á fimmtugsaldri er að ræða.
Valur stóð sig hins vegar vel á Polla-
móti Þórs í júlí sl. og sigraði í lávarða-
deildinni sem er skipuð leikmönnum 40
ára og eldri. Upphaflega mættu aðeins 6
Valsmenn til Akureyrar en hvert lið er
skipað 7 mönnum. Eftir fyrsta leikinn
var Magnús Kristjánsson fenginn að láni
en hann hefur reyndar aldrei spilað í
deildarkeppni. Þá var André Raes, gam-
all vinur Valsmanna og fyrrum atvinnu-
maður, fenginn til að pússa rykið af
skónum sínum og Hermann Gunnarsson
var dreginn úr beinni útsendingu til að
leika listir sínar í tveimur leikjum. Hann
sýndi að hann hefur engu gleymt (reynd-
ar engu bætt við) og dró að sér mann og
annan til að skapa pláss fyrir hina en það
skipti engu máli því hann skaut sjálfur á
markið! Hann vakti mikla lukku og gaf
eiginhandaráritanir hægri vinstri.
Valur fékk 13 stig í riðlakeppninni,
fékk aðeins 1 mark á sig (úr víti) og var
markatalan 11:1. I úrslitakeppninni unn-
ust allir leikir á vítaspyrnukeppni þrátt
fyrir fjölmörg færi Valsmanna. Ekki er
hægt að segja það sama um færi and-
stæðinganna! Valur sigraði Fylki í úrslit-
um og varð því Pollameistari 1999. Þess
má geta að hinn lærafagri Sævar Jónsson
var markahæsti maður mótsins.
Valsblaðíð 1999
53