Valsblaðið - 01.05.1999, Page 30
Ápsskýrsla
handknattleiksdeildar
fyrir tímabilið 1998-1999
Þrefaldir meistarar í 3.flokki í handbolta 1999. Aftari röð frá vinstri: Tinna Baldurs-
dóttir, Iris Þórarinsdóttir, Kristín Bergsdóttir, Marin Sörens, Kristín Geirarðsdóttir,
Svanhvít Rúnarsdóttir. Fremri röð: Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Anna María Guð-
mundsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Berlind íris Hansdóttir fyrirliði, Elfa Björk
Hreggviðsdóttir, Lísa Njálsdóttir, Kolbrún Franklín. A myndina vantar þjálfara flokks-
ins; Erling Richardsson.
Veturinn 1998-1999 var okkur Vals-
mönnum erfiður í meistaraflokki karla
þar sem liðið komst ekki í úrslitakeppn-
ina, tapaði fyrir HK í úrslitaleik að Hlíð-
arenda. Eftir fyrri umferðina var liðið of-
arlega en botninn datt úr leik þess í
seinni umferðinni. Uppskeran varð að-
eins 3 stig og 9. sæti staðreynd. Jón
Kristjánsson þjálfari gat lítið sem ekkert
spilað á síðasta vetri og munaði um
minna en einnig virtist sem sjálfstraust
liðsins hafi glatast í öllum tapleikjunum.
Liðið datt út gegn Gróttu/KR í bikarnum
og var sá leikur upphafið af einum versta
kafla í sögu handknattleiksdeildarinnar.
Kvennalið Vals hélt uppi merki deild-
arinnar og stelpurnar stóðu sig mjög vel
þótt herslumuninn hafi vantað. Stúlkurn-
ar unnu Hauka 2-0 í 8-liða úrslitum en
töpuðu fyrir Stjömunni í 4-liða úrslitum.
Var það annað árið í röð sem Stjaman
sigraði Val í 4-liða úrslitum.
Fyrir yfirstandandi keppnistímabil
hafa orðið miklar breytingar á liðinu en
þær Þóra Helgadóttir (Stjaman), Larissa
Zoubar (farin til Rússlands), Alla
Gorgorian (Grótta/KR), Anna Halldórs-
dóttir (hætt), Kristjana Jónsdóttir (hætt)
eru ekki með okkur í vetur en Brynja
Steinsen (Þýskaland), Helga Ormsdóttir
(Grótta/KR) og Alda Jónsdóttir (FH)
hafa komið í staðin. Ragnar Hermanns-
son ákvað að hætta með stúlkumar en
Valsmenn þakka honum fyrir tvö frábær
ár. Hann breytti heilmiklu hjá stelpunum
og gerði marga góða hluti. Einnig er
Boris Akbachev hættur með stúlkurnar
en hann þjálfar nú meistaraflokk karla
hjá IBV. Það er Boris að þakka hve
tæknilínan er góð í Val og hann var ávallt
tilbúinn að hjálpa ungum einstaklingum
í að verða betri. Valsmenn vita í raun
ekki hve gott starf hann vann fyrir félag-
ið og það er ótrúlegt hve sumir geta ein-
blínt á galla hans og sjá ekki það góða
sem hann gerði fyrir Val og iðkendurna.
Nú er við stjómvölinn hjá meistara-
flokki kvenna einn efnilegasti þjálfari ís-
lands, Agúst Jóhannsson, og honum til
aðstoðar er Guðmundur Árni Sigfússon.
Það er ekki hægt að finna duglegri og
áhugasamari þjálfara en Ágúst og þetta
er drengur sem Valsmenn verða að halda
í. Fyrir utan að vera ávallt með séræfing-
ar eru fáir sem vinna jafn mikið fyrir fé-
lagið og hann. Áfram Gústi og Mummi -
- haldið áfram á sömu braut. Sem stend-
ur er liðið í 3. sæti og hefur spilað mjög
vel þrátt fyrir að hafa misst þrjá leik-
menn úr byrjunarliðinu frá því í fyrra.
Meistaraflokkur karla hefur einnig
skipt um skipstjóra en Jón Kristjánsson
ákvað að breyta um umhverfi eftir 12 ár
í Val og 4 ár sem þjálfari. Jón varð 8
sinnum Islandsmeistari á þessum árum
og 4 sinnum bikarmeistari. Undir hans
stjórn sem þjálfari varð liðið tvisvar Is-
landsmeistari og einu sinni bikarmeist-
ari. Það er varla hægt að gera betur!
Valsmenn þakka þessum prúða dreng allt
það sem hann gerði fyrir Val og við vit-
um öll að þótt hann sé að gera góða hluti
hjá IR er hugur hans að Hlíðarenda. Geir
Sveinsson tók við af Jóni og virðist
koma inn með ferskar hugmyndir enda
spilaði hann í Þýskalandi, Frakklandi og
á Spáni. Geir er sjálfur farinn að spila og
er greinilega ófeiminn að nota unga og
efnilega drengi úr herbúðum Vals. Það er
allt annað að sjá til liðsins nú en í byrjun
móts.
Þrír góðir leikmenn yfirgáfu herbúðir
Valsmanna fyrir veturinn, Guðmundur
Hrafnkelsson, Ari Allansson og Erlingur
Richardsson. Ari fór í nám til Spánar og
kemur vonandi aftur til okkar, Erlingur
fór heim til Vestmannaeyja og söknum
við hans mikið enda stóð hann sig frá-
bærlega, bæði sem leikmaður og þjálfari.
Guðmundur fékk tilboð frá Þýskalandi
og ákvað að slá til eftir 8 góð ár í Val og
þar á meðal 5 íslandsmeistaratitla og 2
bikarmeistaratitla. Valsmenn óska þess-
um leikmönnum góðs gengis á nýjum
vígstöðvum.
Við höfum hinsvegar endurheimt Sig-
fús frá Spáni en hann kom þó í síðustu
30
Valsblaðið 1999