Valsblaðið - 01.05.1999, Side 14

Valsblaðið - 01.05.1999, Side 14
anna í þeim flokki. Þrátt fyrir að sigrarn- ir hafi ekki verið margir í karlaflokkun- um á þessu ári er samt ljóst að nægur efniviður er fyrir hendi. 2. flokkur Flokkurinn sem varð bikarmeistari árið 1998 og vann bæði deild og bikar árið 1997 var fyrirfram talinn eiga góða möguleika á að skila góðum árangri. Liðið hafnaði í 5. sæti í Reykjavíkurmót- inu og í 7. sæti A-riðils Islandsmótsins og féll þar með niður í B-riðil. Sú niður- staða var mikil vonbrigði ekki síst í Ijósi þess að liðið tapaði leikjum sínum oft naumlega. Nokkrir leikmenn í flokknum æfðu og spiluðu með meistaraflokki, s.s. Helgi Már, Matthías, Sigurður Sæberg, Stefán Helgi, Elvar og Benedikt sem kann að hafa haft sitt að segja varðandi sveiflukenndan leik liðsins. Það sem háði flokknum einna helst var að hópur- inn var nokkuð fámennur og hafði það sitt að segja þegar flokkurinn missti menn í meiðsli og til æfinga með meist- araflokki. Nokkrir leikmenn úr 3. flokki æfðu með 2. flokki til að fjölga í leik- mannahópnum. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi valdið vonbrigðum er það einróma álit þeirra sem fylgst hafa með leikjum liðsins að þar sé að finna marga leik- menn sem setja muni svip sinn á meist- araflokk Vals í framtíðinni. Þjálfari liðsins: Atli Helgason Besti leikmaður: Helgi Már Jónsson Mestu framfarir: Steinar Guðmundsson Besta ástundun: Gunnar Öm Jónsson 3. flokkur Flokkurinn var fámennur og það hafði sín áhrif á gengi liðsins þegar leið á sumarið. Liðið hafnaði í 8. sæti í Reykja- víkurmótinu, varð í 7. sæti á Islandsmót- inu og féll þar með úr A-riðli. Leikur liðsins var sveiflukenndur, liðið tapaði sex leikjum með litlum markamun sem vó þungt þegar upp var staðið í mótslok en gerði aðeins eitt jafntefli. Þjálfari liðsins: Guðjón Kristinsson Besti leikmaður: Steinþór Gíslason Mestu framfarir: Gunnar Asgeirsson Besta ástundun: Arnar Steinn Einarsson Bernburgerskjöldurinn: Þorkell Guðjónss. 4. flokkur Flokkurinn samanstóð af um 30 drengj- um sem gengu í gegnum margskonar erf- iðleika en stóðu að lokum uppi með besta árangurinn hjá karlaflokkum Vals. Liðið varð í 8. sæti í Reykjavíkurmótinu en í framhaldi af þeim árangri var tekin sú ákvörðun að skipta um þjálfara og fá Þór Hinriksson til að þjálfa flokkinn. Óhætt er að fullyrða að Þór hafi náð frá- bærum árangri með flokkinn. Mikil breyting átti sér stað hjá liðinu sem sést einna best á því að flokkurinn vann sig upp úr B-riðli Islandsmótsins. Liðið vann átta leiki, gerði eitt jafntefli og tap- aði einum leik og náði því 83,3% ár- angri. Svo sannarlega frábær umsnún- ingur frá úrslitum í Reykjavíkurmótinu. I úrslitakeppni 4. flokks komst liðið alla leið í undanúrslit en tapaði þar naumlega fyrir Fram sem stóð uppi sem Islands- meistari. Segja má að frábær liðsheild hafi skilað liðinu alla leið í undanúrslitin og því kom það ekki á óvart að þjálfar- inn skyldi velja allan flokkinn sem sigur- vegara á uppskeruhátíð Vals. Þjálfari liðsins: Þór Hinriksson 5. flokkur Stór hópur drengja var við æfingar hjá 5. flokki Vals. Flokkurinn hafnaði í 6. sæti í Reykjavíkurmótinu og í því 9. á Islands- mótinu og féll þar með úr B-riðli niður í C-riðil. Leikur liðsins var sveiflukenndur og þannig tapaði liðið fjórum leikjum nokkuð stórt en hafði oft á tíðum í fullu tré við andstæðinga sína í hinum fimm leikjum liðsins á Islandsmótinu en varð oft að sætta sig við ósigur á lokamínút- unum. Flokkurinn gerði góða ferð til Ak- ureyrar á Esso-mót KA en þar varð B- liðið í öðru sæti á mótinu og því ljóst að ýmislegt býr í þessum flokki. Þjálfari flokksins: Guðjón Kristinsson Besti leikmaður: Ari Freyr Skúlason Mestuframfarir: Einar Darri Einarsson Besta ástundun: Þórarínn Ami Bjamason 6. flokkur Um tuttugu strákar stunduðu reglulega æfingar í 6. flokki. Einbeitingin skein úr hverju andliti sama hvort undirlagið var möl, gras eða parket. Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkurmótinu, Pollamótinu, Shell- mótinu í Eyjum, Pepsí-mótinu á Akra- nesi og í Haustmóti KRR auk smærri móta. Þjálfari liðsins: Ámi Viðar Þórarinsson Besti leikmaður: Einar Marteinsson Mestu framfarir: Atli Sigurðsson Besta ástundun: Þórður Sævar Jónsson 7. flokkur Um 20 drengir æfðu að jafnaði í þessum flokki og eru margir mjög efnilegir. Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkurmótinu og hafnaði í 3. sæti. A-liðið vann Lottó- mótið sem haldið var á Akranesi sem er annað af stærstu mótum drengjanna í 7. flokki. Það var frábær árangur enda mót- ið geysisterkt. Þjálfarar: Jón Eggert Hallsson og Jóhannes Sigurðsson Besti leikmaður: Magnús Öm Þórsson Mestuframfarir: Atli Dagur Sigurðarson Besta ástundun: Helgi Ragnar Jensson Kvennaflokkar Árangur kvennaflokka Vals var góður árið 1999 og ljóst að mikill efniviður er í 4.flokkur karla kom skemmtilega á óvart í sumar eftir slakt gengi á vormánuðum. Aft- ari röðfrá vinstri: Hreiðar Þórðarson liðsstjóri, Sigurgísli Júlíusson, Albert Sölvi Osk- arsson, Þór Steinar Olafs, Jóhann Björn Valsson, Björn Steinar Jónsson, Guðmundur I. Halldórsson, Tómas Páll Þorvaldsson og Þór Hinriksson þjálfari. Fremri röð: Sverrir Norland, Baldur Þórólfsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Gunnlaugur Oskar Geirsson, Elvar Friðriksson, Ragnar Þór Ragnarsson, Elvar Daði Guðjónsson og Ein- ar Gunnarsson. A myndina vantar tíu leikmenn úrflokknum. Mynd Þ.O. 14 Valsblaðið 1999

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.