Valsblaðið - 01.05.1999, Page 54

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 54
Framtíðin valsmenn hf. Yfir 40 milljónir hafa safnast Hátt á þriðja hundrað manns sóttu stofnfund Valsmanna hf. menn hf. geta hins vegar gert samkomu- lag við Val um ákveðna rekstrarþætti. Valsmenn geta t.d. átt leikmenn og lánað eða leigt til Vals. „Stjómin gerir það að skilyrði að það sé eitthvað sem geti skil- að félaginu arði,“ segir Brynjar og bætir við: „Nokkrir hluthafar eiga um eina milljóni hver en margir hafa fjárfest fyrir um 250.000 krónur. Sótt verður um heimild til ríkisskattstjóra um að nýta megi hlutabréfakaup í félaginu til lækk- unar tekjuskatts." Þegar átta dagar voru liðnir af desember höfðu rúntlega 40 milljónir safnast í fjárfestingarhlutafé- lagið Valsmenn hf. Lolli á stofnfundi Valsmanna hf. ásamt Jóni Zoega, fyrrum formanni Vals. Þann 1. desember 1999 var fjárfestingar- hlutafélagið Valsmenn hf. stofnað að Hlíðarenda. Rúmlega 200 manns mættu á stofnfundinn en tilgangur félagsins er að vera sjálfstæður fjárhagslegur bak- hjarl fyrir Knattspymufélagið Val. Mark- mið félagsins er m.a. að gera Val aftur að þeirri fjöldahreyfingu sem félagið var. Ekki er verið að gera Val að hlutafélagi heldur er Valsmenn hf. sérstakt hlutafé- lag sem hefur það að markmiði að ávaxta hlutafé sitt eins vel og það getur. Valur sem íþróttafélag verður til eftir sem áður. „Stofnun félagsins hefur verið í upp- siglingu í langan tíma og kemur til af stjórnarformaður Valsmanna hf. gríðarlegum þrengingum íþróttahreyf- ingarinnar," segir Brynjar Harðarson stjómarformaður Valsmanna hf. Hreyf- ingin stendur á krossgötum áhuga- mennsku og atvinnumennsku og þjóðfé- lagsaðstæður hafa gjörbreyst. Starf sem áður byggðist á þróttmiklu starfi áhuga- samra félagsmanna byggist nú fyrst og fremst á aðgangi að fjármagni. íþróttir og viðskipti eru alltaf að færast nær hvort öðru.“ Fjárhagur Vals og Valsmanna hf. kem- ur ekki saman með beinum hætti. Vals- Sigurður Ólafsson, Bergur Guðnason og Ægir Ferdinandsson létu sig ekki vanta á stofnfundinn. 54

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.