Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 5

Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 5
Ettir Þorgrím Þráinsson unni enda tel ég það vera erfiðasta tungu- málið sem ég hef lært. Þessi tfmi er bú- inn að vera mjög eftirminnilegur og ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur úti. Fjölskyldan vildi koma heim og kannski var orðið tímabært að koma aftur á klakann." Júlíus á tæplega 300 landsleiki að baki en hætti síðastliðið haust eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evr- ópumótsins sem fer fram á þessu ári. Leikimir með meistaraflokki Vals eru rúmlega 200 og hann innbyrti íslands- og bikarmeistaratitla eins og flestir hand- knattleiksmenn í Val hafa gert síðustu áratugi. „Þegar okkur gekk sem best ‘88-’89 töpuðum við varla leik í eitt og hálft tímabil. Ég tel að það lið hafi verið eitt það sterkasta sem við höfum átt.“ Þetta sterka lið sem Júlíus vitnar í var einnig skipað Geir Sveinssyni, Jakobi Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni, Einari Þorvarðarsyni, Jóni Kristjánssyni, Sig- urði Sveinssyni og fleiri góðum. „A þessum árum voru yfirleitt 7-8 leikmenn í landsliðinu og allan minn feril voru nánast að lágmarki 6 Valsmenn í lands- liðinu. Við höfðum lúmskt gaman af þessu, ekki síst þegar nánast eingöngu Valsmenn voru í byrjunarliðinu." Eins og mörgum er kunnugt stóð jafn- vel til að Júlíus tæki að sér þjálfun hjá öðru liði þegar hann kom heim en skyldi hann hafa mikinn áhuga á þjáifun. „Mér fannst það hreinlega of mikið að vera spilandi þjálfari og gaf það frá mér. Ég ákvað að einbeita mér að spilamennsk- unni í að minnsta kosti eitt ár í viðbót en auðvitað er allt opið í þessum efnum. Ég get ímyndað mér að það sé gaman að þjálfa ef metnaður leikmanna er fyrir hendi.“ Finnst þér Valur hafa breyst eitthvað á þeim tíu árum sem þú hefur verið í burtu? „Ég er búinn að vera svo stuttan tíma heima að ég hef ekki mótað mér sérstaka skoðun á því. Það var vissulega sjokk að Valur skyldi falla í fótboltanum en kannski þurfti það til svo að fjölmargir menn kæmu til starfa. I handboltanum er mikil gróska og ég hef engar áhyggjur af honum. Þegar ég fór út var íþróttahúsið tiltölulega nýtt en núna er ýmislegt farið að láta á sjá. Mér finnst eitt og annað hafa verið látið sitja á hakanum að Hlíð- arenda. Það þarf að taka til hendinni bæði innanhúss- og utan en eflaust hefur skortur á fjármagni haft eitthvað með Júlíus í leik með Val en á tímabili tapaði Valur ekki leik í rúmt ár. það að gera. Ábyrgðin liggur alls ekki einvörðungu hjá stjóminni eða starfs- fólki heldur verða allir Valsmenn að hugsa sig um. Við þurfum öll að ganga betur um og sameinast í samstilltu átaki um helgar ef þess gerist þörf. Við meg- um ekki láta Val sem félag og íþrótta- svæði drabbast niður.“ Finnurðu einhvern mun á metnaði þeirra ungu stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og ykkur þegar þið voruð að byrja? „Langflestir þessara stráka eru tilbúnir að leggja allt í sölumar. Þeir æfa mikið og spyrja fjölda spuminga þannig að það er alveg Ijóst að þeir hafa metnað til að ná langt. Allir þeir árgangar sem hafa komið upp í handboltanum hafa verið geysilega efnilegir og leikmennimir mikl- ir Valsmenn.“ Er það rétt að þeir séu með mun grófari húmor heldur en þið sem eldri eruð? Júlíus hlær óskaplega og það skín úr augum hans að sá húmor sem tíðkast nú meðal yngri meistaraflokksmanna Vals eigi ekki heima á síðum Valsblaðsins. „Við náðum aldrei að hneyksla „gömlu“ mennina í meistaraflokki þegar við vor- um ungir en þeim hefur tekist að hneyksla okkur. Þeir eru hreint ótrúlegir og engum líkir.“ Sumir kjúklinganna segjast öfunda ykkur Geir Sveinsson af „sixpakknum“. „Já, þeir eiga langt í land þessir guttar. Ég veit ekki hvenær þessi grey ná upp svona magavöðvum en það gæti gerst - einhvem tímann. Það skemmtilega við kjúklingana eru þessar endalausu pæl- ingar þeirra. Stundum getur maður ekki varist brosi en hugmyndaflug þeirra og forvitni ber þess merki að þeir eru metn- aðargjamir og munu án efa ná mjög langt. Þeir eru einlægir og elskulegir." Ertu sáttur við frammistöðu liðsins í vetur? „Nei, ég get ekki sagt það. Við gerðum miklar kröfur til okkar og mér fannst við vera að spila virkilega vel í haust og í æfingaleikjunum Við duttum niður á tímabili en erum að rífa okkur upp aftur. Kannski hefur það gleymst að stór hluti leikmanna liðsins er aðeins 18-19 ára og því mega kröfumar ekki verið ósann- gjamar. Ég vil meina að við eigum meira inni og höfum alla burði til að stíga enn frekar upp stigatöfluna. Deildin er ntjög jöfn þannig að allir virðast geta unnið. alla. Þótt ég hafi verið fjarverandi í 10 ár er ég ekki frá því að núna sé að koma upp , fjöldinn allur af efnilegum leik- mönnum í flestum liðum sem eru að leika stórt hlutverk aðeins 18-19 ára gamlir. Þessir strákar verða að gefa sér tíma til að þroskast í deildinni heima áður en þeir fara að huga að atvinnu- mennsku. Möguleikamir á því að leika í útlöndum eru mun meiri en áður og þessir efnilegu strákar eru hreinlega kjánar ef þeir taka ekki handboltann alvarlega og setja markið hátt. En þeir verða að gera sér grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér í þessum efnum. Peningamar í boltanum eru meiri en áður og allt miklu meira spennandi.“ Til hvaða lands ættu þessir strákar að stefna? „Eins og staðan er í dag er Þýskaland besti kosturinn. Spánn er að koma aftur inn í myndina og þá eru nokkur góð lið í Sviss og Frakklandi. Mér leið til að ntynda mjög vel í Sviss. Strákarnir ættu hins vegar að flýta sér hægt í því að ger- ast atvinnumenn og þeir eru ekki að Valsblaðið 1999 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.