Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 17
Eitir Pétur Örn Sígurðsson rgólfteppi Markahæst, besti leikmaðurinn, ^flugi! landsliðssæti, í úrvalsliði og heldur með Arsenal Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir er 23 ára gömul og leikmaður með meistara- flokki Vals í knattspyrnu. Ásgerður varð markadrottning Landssímadeildar kvenna sumarið 1999, skoraði 20 mörk í 14 leikj- um. Hún hefur nú skorað 60 mörk frá því hún gekk í raðir okkar Valsmanna árið 1994 og skortir því aðeins 23 mörk til að slá markamet Bryndísar Valsdóttur sem skoraði 83 mörk á löngum og far- sælum ferli með Val. Ásgerður hefur undanfarin tvö ár verið valin í lið ársins af íþróttafréttamönnum á lokahófi KSI. Þess má geta að Ásgerður er einnig fasta- maður í kvennalandsliðinu og var valin „Leikmaður ársins” hjá Val. Ætli hún hafi verið að leika sitt besta tímabil. „Ég er þokkalega sátt við síðasta sum- ar. Ég æfði vel og hafði voðalega gaman af boltanum, ekki síst þar sem ég slapp við meiðsli.” Ertu hlvnnt breyttu keppnisfyrir- komulagi í meistaraflokki kvenna? „Það er frekar breitt bil á milli efstu og neðstu liðanna í deildinni þannig að það væri skemmtilegra að fækka liðunum og spila fleiri umferðir.” Telurðu að breytt fyrirkomulag myndi laða að fleiri áhorfendur? „Það er í raun sorglegt hversu fáir koma á leikina. Það vantar þennan bæjarbrag hjá okkur. Kannski kæmu fleiri áhorf- endur ef það væru fleiri spennandi leikir því viss hópur fylgir alltaf efstu liðunum í deildinni.” Er eitthvað sérlega minnisstætt úr landsliðsferðunum? „Ætli ferðin til Ukraníu í ár sé ekki sú eftirminnilegasta. Það var hvílík seinkun á fluginu frá íslandi að það tók okkur 15 tíma að komast til Kaupmannahafnar. Við flugum með ótrúlegri rellu í innan- Iandsflugi í Úkraníu þar sem sætin voru Asgerður Hildur Ingibergsdóttir marka- drottning. MyndÞ.O. dekkuð með rósóttu gólfteppi. Sem betur fer náðum við jafntefli. Ég hefði orðið ennþá brjálaðri að tapa eftir svona langt og strangt ferðalag.” Hefurðu hugleitt að reyna fyrir þér sem atvinnumaður í knattspyrnu í Ijósi árangurs þíns með Val og landsliðinu? „Mér stóð til boða að fara í skóla til Flór- ída í vetur og spila með liðinu þar. Mér fannst það spennandi en ég tók samt þá ákvörðun að fara ekki í ár. En það er aldrei að vita hvað maður gerir í framtíðinni.” Nú skortir þig aðeins 23 mörk til að verða markahæsti leikmaður Vals í mfl. kvenna frá upphafi - á ekki að spila í mörg ár enn og slá metið? „Ég á vonandi mörg ár eftir í boltanum og maður verður alltaf að stefna á að gera betur en síðast. Ég var nú ekki með þetta markamet á hreinu en auðvitað væri ekki leiðinlegt að slá það.” íþróttamennirnir þrír Einu sinni voru þrír íþróttamenn sem ákváðu að fara í gönguferð upp eitt hæsta fjall Evrópu. Það fór dágóður tími í undirbúning og annað slíkt og að lok- um voru þeir komnir á áfangastað. Þeir stóðu við rætur fjallsins „AFREKS- MANNATINDUR" sem margir íþrótta- menn höfðu reynt að klífa í gegnum tíð- ina. íþróttamennimir þrír höfðu áður klif- ið erfið fjöll en ekkert á við þetta. Þeir höfðu m.a. klifið „YNGRIFLOKKA- TIND“, „MEISTARAFLOKKSTIND" og tveir af þeim félögunum höfðu klifið „LANDSLIÐSTIND". Þegar þeir voru komnir að fjallinu sagðist einn félag- anna ekki vilja fara upp. „Það er algjört rugl að reyna við þetta fjall. Til hvers að klífa eitthvert hátt fjall?!! Lífið er ekki bara fjallganga. Þetta er tímaeyðsla og ég hef margt annað við tímann að gera.“ Hann varð því eftir en hinir tveir héldu áfram. Þegar þeir höfðu klifið um 760 metra sagði annar að þetta væri orð- ið gott. Hann sagðist ætla að tjalda. „Til hvers að fara lengra? Hér er gott að vera og útsýnið frábært. Það er algjört rugl að fara lengra þegar við getum haft það gott hér. Sá þriðji hélt einn áfram. Hann ætlaði sér alla leið og það myndi ekkert stöðva hann. Að klífa fjallið var hans stóra markmið og hann ætlaði ekki að hætta við eða sætta sig við % af fjallinu. HANN ÆTLAÐIALLA I.F.ID íþróttamennimir þrír hétu John Quit- er, John Camper og John Climber. Spurningin er því hvort þú sért Quiter, Camper eða Climber. En nauðsynlegt að klífa fjallið? Þig verður að LANGA og þú verður að VILJA komast alla leið. Þetta verður að vera ÞÍN ákvörðun. Þú kemst ekki alla leið ef þú ert að gera þetta fyrir einhvern annan. Hugurinn verður að fylgja með og sá sem er líklegastur til að stöðva þig ert þú sjálfur. Þú verður því að segja við undirmeð- vitun þína; „ég fer upp“ - „ég ætla upp“. Eyddu allri neikvæðri hugsun (,ég er ekki nógu sterkur, ég get þetta ekki’). Undirmeðvitund og meðvitund eru eins og tölva. Þú getur eytt neikvæðri hugs- un með jákvæðri. Vaisblaðið 1999 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.