Valsblaðið - 01.05.1999, Side 40

Valsblaðið - 01.05.1999, Side 40
Kynning Hann féll eins og spýta! Ragnar Steinsson meistaraflokki í körfubolta I Fæðingardagur og ár: 25. nóvember 1979. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Spáin mín sýnir mér mikið gull í kringum mig. Fyrsta augnablikið sem þú manst eftir: Ég var þriggja ára að renna mér niður brekku á snjóþotu en ferðin endaði með því að ég þaut á grind- verk sem ég ætlaði að renna mér undir og braut eina tönn. Af hver ju körfubolti: Þegar ég var í Breiðablik stóð val- ið á milli handboltans og körfu- boltans. Ég var einfaldlega miklu betri í körfubolta. Flest stig í Ieik: 19 stig með meistaraflokki. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar ég kastaði bolta í átt að dómara. Skemmtilegustu mistök: I 10. flokki tókst mér að kasta boltanum yfir spjaldið úr opnu færi. Fyndnasta atvik: Þegar einn ónefndur leikmaður ætlaði að leika ruðning. Með ruðn- ingnum fylgdi gott öskur og hann féll eins og spýta. Málið var að það var gjörsamlega engin snerting við andstæðinginn. Stærsta stundin: Þegar ég gekk úr Breiðabliki í Val. Hvað hlægir þig í sturtu: Vinstri táin á Spredixy. Kostir: Það er erfitt að nefna kostina sjálf- ur; snöggur, ágætis varnarmaður og ávallt í góðu formi. Gallar:' Ég fæ kannski aðeins of margar villur í leik. Einn af göllunum er að ég er ekki mjög minnugur á gallana. Athyglisverðastur í meistara- flokki: Allir með tölu. Hver á Ijótasta bílinn: Það koma nánast allir til greina en ég á langflottasta bílinn. Hvað lýsir þínum húmor best: Blaðsíða 18 í bókinni; „When my finger ran away“. 40 SIM1: • '■ - -j Fleygustu orð: Þegar dómararnir segjast óvart hnerra í flautuna. Mottó: Aldrei fá far hjá Jonny. Hann er einn sá svakalegasti driver sem ég hef séð. Það geta margir staðfest. Fyrirmynd í boltanum: Scottie Pippen hjá Portland. Leyndasti draumur: Að vera ennþá í meistaraflokki þegar við Valsmenn verðum ís- landsmeistarar í körfubolta. Erfiðasti andstæðingur: Teitur Örlygsson hjá Njarðvík. Kærasta: Er ennþá að leita. Einhver í skotlínu: Alltaf einhverjar. Pínlegasta uppákoma: Ég var að keppa með meistara- flokki á Sauðárkróki. Ég stal bolt- anum og var einn á móti körfunni en klikkaði. Þá hlógu nokkur hundruð manns af mér. Eftirminnilegasta stefnumót: Þegar ég gekk á ljósastaur í Bankastræti í 7 stiga frosti og festi varirnar við hann. Hvaða setningu notarðu oftast: Orri. gefðu boltann. Við hvern hefur þér verið líkt: Við fimleikamann. Ef þú værir alvaldur í Val: Það hafa kannski fáir tekið eftir því en það er svolítið kalt í gamla salnum þegar veturinn skellur á. Ég myndi skipa Sverri að redda smá hita. kens WÖKK

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.