Valsblaðið - 01.05.1999, Page 39
Eitir Pétur Örn Sigupösson
Steingrímup Gauti Ingolfsson 8. tlokki í körfubolta
ingu fyrir Gunnari Oddssyni. Ekki má
gleyma Guðmundi Benediktssyni sem er
skemmtilegur og heillandi knattspyrnu-
maður.”
Sérðu Svíþjóð sem frekari stökkpall í
knattspyrnuiðkun þinni eða stefnir
hugur þinn jafnvel enn lengra, t.d. til
Bretlands?
„Ég sé Svíþjóð bara sem nýja byrjun hjá
mér. Ef mér gengur vel sem ég er sann-
færður um bíða möguleikar handan við
homið, kannski England. Ef þetta mun
reynast stökkpallur til annarra landa
verður það vonandi til lands þar sem
spilaður er almennilegur fótbolti, þ.e.a.s.
þar sem boltinn gengur.”
Ertu byrjaður að æfa
þig í sænskunni?
„Ikke so mycket! Ég er reyndar búinn að
stilla Tal-símann á sænsku og hlusta
mikið á Sven Ingvars og Vikingband og
horfi á Nilla.Hólmgeirsson með sænsku
tali. Annað hef ég ekkert gert.“
Þú hefur leikið samtals 38 leiki
með yngri landsliðum Islands en átt
enn eftir að leika A-landsleik.
Telurðu að möguleikar þínir á lands-
liðssæti aukist þegar knattspyrnan
verður aðalstarf þitt?
„Ég tel svo vera ef horft er til þeirrar
staðreyndar að það voru allt atvinnu-
menn sem spiiuðu í landsliðshópi Guð-
jóns Þórðarsonar. Ég hef trú á því að ég
muni fá að leika með A-landsliði Is-
lands. Ég er nýorðinn 24 ára og á mikið
eftir að bæta mig. Ef allt gengur upp ætti
ég að eiga eftir 12-13 góð ár í boltanum
þannig að það á eftir að detta inn sæti í
A-landsliðinu.”
Hvað telurðu að þurfi koma til svo að
Valur komist á toppinn á ný í knatt-
spyrnunni?
„Þolinmæði. Núna höfum við svakalega
efnilegt lið í höndunum, erum með góð-
an þjálfara og nokkra reynslumikla leik-
menn. Ef haldið verður rétt á spilunum
verður þetta lið á toppnum eftir nokkur
ár. En þetta getur allt mistekist ef við
vöndum okkur ekki og gefum liðinu
ekki tfma. Nýr þjálfari þarf að fá tíma til
að móta liðið í friði. Samstaða liðsins og
þeirra, sem ekki eru í liðinu þ.e.a.s áhorf-
enda, stjómarmanna, þjálfara, verður að
vera til staðar. Þetta þarf að vera einn já-
kvæður pakki sem stendur saman, þá og
aðeins þá förum við aftur á toppinn.”
„Ég fæddist í Valshverfinu, ólst þar
upp, hef alltaf verið Valsari en er
reyndar nýfluttur í Vesturbæinn.“
Þetta segir Steingrímur Gauti Ingólfs-
son, 13 ára, einn af framtíðarleik-
mönnum Vals í körfubolta. Hann byrj-
aði að æfa körfubolta með Val 7 ára
gamall ekki síst vegna þess að leikir
frá NBA boltanum höfðu kveikt
áhuga hjá honum. Seattle er hans lið í
NBA og Gary Paydon í mestu uppá-
haldi. Steingrímur Gauti segir að hon-
um hafi gengið ágætlega með Val,
ekki síst á þessu ári. „Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegt ekki síst
vegna þess að vinir mínir úr skólanum
fóru líka að æfa með Val fyrir einu
eða tveimur árum.“
8. flokkur leikur sem stendur í B-
riðli Islandsmótsins en tveimur túmer-
ingum er þegar lokið. „Við lentum
fyrst í 2. sæti en fengum ekki að flytj-
ast upp af því að við vorum ekki með
tíu leikmenn. I hinni túmeringunni
gekk okkur verr af því að Gústi þjálf-
ari gat ekki verið með okkur. Hann
þurfti að fara með 10. flokk B til
Sandgerðis."
Ertu ánægður með þjálfarann?
„Gústi er mjög góður þjálfari. Við
æfum fjórum sinnum í viku og getum
tekið aukaæfingar með honum þegar
við viljum."
Steingrímur Gauti er einn afframtíð-
arleikmönnum Vals í körfubolta.
Steingrímur var ekki með það á
hreinu hvert hann stefndi í körfunni
og vildi sem minnst um sína kosti
segja. „Ég er ágætur dripplari en samt
ætia ég ekki að dæma um kostina
mína sjálfur. lá, ég er ánægður með
lífið og tilveruna en hef ekki hug-
mynd um hvað ég ætla að verða,“
sagði Steingrímur Gauti aðspurður að
lokum.
Flugeldasala
Vals
Flugeldasala Vals verður í gamla félagsheimilínu og hvetjum við Valsmenn
til að kaupa flugeldana að Hlíðarenda. Það passar mjög vel saman að mæta
í hádeginu á gamlársdag og fylgjast með útnefningu á íþróttamanni Vals
1999, fá sér kaffisopa og versla síðan flugelda til að fagna aldamótunum.
39