Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 43
möguleikinn sé alltaf fyrir hendi. í dag eru 35 stelpur í 2. flokki og 30 í 3. flokki og sumarið 2001 verða án efa um 40 stelpur í 2. flokki ef ég reikna með brott- falli. I þeim hópi eru 12 leikmenn sem hafa æft með yngri landsliðum Islands og 4—5 þeirra eru mjög efnilegir miðju- menn. Þessar stelpur verða að fá tæki- færi þegar þar að kemur. Við verðum að huga að framtíðinni en ekki eingöngu næsta sumri.“ Hvað gerði gæfumuninn í sumar þeg- ar 2. flokkur sigraði á öllum mótum? „í fyrsta skipti í langan tíman fékk hann að æfa sem sjálfstæður flokkur, algjör- lega aðskilinn frá meistaraflokki," segir Beta. „Þær fengu þjálfara sem hefur mikinn metnað og áhuga og ég tel að það hafi fært flokkinn frá silfri yfir í gull en 2. flokkur hefur verið áskrifandi að silfri undanfarin ár. Ásgeir þjálfari náði góðum aga þrátt fyrir að vera með stóran hóp leikmanna. Aðeins tvær stelpur gengu nú upp í meistaraflokk þannig að 2. flokkur verður enn sterkari sumarið 2000. Ég er ekki í nokkrum vafa um að flokkurinn myndi spjara sig ágætlega í efstu deild kvenna.“ Er það ekki lykillinn að árangri í yngri flokkum að ráðnir séu þjálfarar sem taka starf sitt alvarlega og séu ekki einvörðungu að sinna tveggja tíma vinnu á dag og hverfa svo heim? Þetta hlýtur að snúast um fjölda æf- inga, séræfingar, aga og feiknavinnu. „Það er alveg ljóst að það fólk sem er að þjálfa yngri flokka Vals, hvort sem um er að ræða handbolta, fótbolta eða körfu- bolta, gefur sér tíma,“ segir Gylfi. Beta tekur undir þetta og segir að þar sem Valur sé ekki lengur hverfafélag skipti miklu máli að iðkendur öðlist strax mikla samkennd og verði Valsarar. Hún segir að aðeins 5 stelpur í 3. flokki séu úr Hlíðunum. „Ég, Gústi og Óskar, sem erum yfirþjálfarar yngri flokkanna, erum öll á mjög svipaðri línu og þekkjumst mjög vel. Við höfum rætt um það í nokkum tíma að það væri mjög mikil- vægt fyrir Val að opna félagsmiðstöð að Hlíðarenda. Það gæti verið gert í samráði við ITR og stöðin yrði opin fyrir krakka í hverfinu. Það vantar félagsmiðstöð í Austurbæinn þannig að við teljum auð- velt að selja Reykjavíkurborg þessa hug- mynd. Ef við myndum sjálf halda utan um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar gæt- um við innrætt ákveðinn Valsanda í krakkana og skapað mun sterkari sam- kennd en er nú til staðar. Þetta gæti orðið fyrsta íþróttafélagsmiðstöðin. Það sem væri líka til bóta fyrir félagið væri að hafa íþróttahúsið opið fram eftir kvöldi um helgar svo að krakkamir gætu leikið sér í sölunum, horft á sjónvarpið eða hreinlega spjallað. Við þurfum að „opna“ félagið enn frekar." Hvað þarf að gera til að hrinda þessu í framkvæmd? „Því miður hefur mér ekki fundist for- ystumenn félagsins hlusta nægilega á okkar sjónarmið," segir Beta. „Það vant- ar meiri skilning af hálfu þeirra sem stjóma Val um þessar mundir. Mér finnst oft að nýjar hugmyndir séu kæfðar í fæð- ingu.“ Betu fínnst alltof lítil stemmning vera að Hlíðarenda þegar meistaraflokkar fé- lagsins eiga heimaleiki. „Ég myndi vilja að hér væru grillaðar pylsu fyrir leiki, að leikin væri tónlist mörgum klukkutímum fyrir leiki, að yngri flokkamir mættu í Valsgöllum á svæðið og fleira í þessum dúr. Mér finnst að þjálfarar eigi að bera ábyrgð á því að yngri iðkendur mæti á völlinn, helst með foreldmm sínum. Það þarf að mála Hlíðarenda rauðan á leik- degi. Það á að leyfa krökkum að leika sér á neðra grasinu meðan á leik stendur og fleira í þessum dúr. Grassvæðið getur aldrei verið einkamál þeirra sem annast það þótt vissulega þurfí einhverjar reglur að vera í gangi. Menn verða að fara í naflaskoðun með ýmis mál eins og t.d. það að iðkendur, þjálfarar og foreldrar finni að þeir séu velkomnir að Hlíðar- enda. Ég kalla það ekki að vera velkom- inn þegar foreldrar mæta með bömin sín á æfingar um vetur á miðjum degi og nánast öll ljós eru slökkt í húsunum. Við- mót sumra er því miður stundum þannig að fólki finnst það ekki vera velkomið. Stundum er krakkar reknir af grasinu með þjósti ef þeir hætta sér inn á það áður en æfing byrjar. Vissulega þarf að spara grasið en það skiptir enn meira máli hvemig komið er fram við unga Valsmenn." Þrátt fyrir að Betu og Gylfi finnist eitt og annað ábótavant að Hlíðarenda og hjá Val tóku þau sérstaklega fram að þau telja að Valur hafi alla burði til að vera forystufélag á landinu hvað varðar þjálf- un, æfingaaðstöðu, félagsanda og allt sem lýtur að heilbrigðu og skynsamlegu íþróttastarfi. Smælki valup.is/knattspyrna Heimasíða knattspymudeildar Vals hefur verið vel tekið og frá 16. júní hafa að meðaltali 44 einstaklingar heimsótt hana á degi hverjunt. Alls hefur 7500 sinnum verið farið inn á síðuna frá opnun hennar. Um 90% þessara heimsókna eru frá Islandi en hinar skiptust á milli einstaklinga og stofnana frá 27 þjóðlöndum. Það vek- ur m.a. upp spumingar hvort ekki þurfi að þýða síðuna yfir á ensku í framtíðinni þannig að hún verði að- gengileg á íslensku og ensku. Skoðið: www.valur.is/knattspyma www.vaIur.helIo.to www.valur.is • • • l'þróttaskóli Vals I vetur rekur Valur íþróttaskóla fyrir krakka á aldrinum 3-5 ára á laugar- dögum í Hlíðarskóla. Um allskyns leiki er að ræða og þrautabrautir og taka foreldrar ýmist þátt með böm- unum eða fylgjast með. Góð þátttaka hefur verið í íþróttaskólanum en þó er hægt að bæta við nokkrum iðk- endum. Lærðir íþróttakennarar sjá um kennsluna. Allar nánari upplýs- ingar í síma 562 3730. • • • Kaffiö á laugandögum Valsmenn mætum í kaffið á laugar- dagsmorgnum til að tippa í getraun- um eða bara að spjalla saman. Það eru alltaf einhverjar jákvæðar kjafta- sögur á sveimi!! • • • Getraunanúmer Vals erlöt Valsblaðið 1999 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.