Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 38
Leikmaður ársins, markakóngur, 100 leikir með Val, nýtti átta víti aí átta og gerðist atvinuumaður. Bjössi slá í gegn í sumar. Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Val árið 1991. Síðastliðin tvö sumur hefur hann verið valinn leikmaður ársins í meistaraflokki en í ár skipti hann þeirri viðurkenningu með Kristni Lárussyni. Keppnistímabilið var viðburðarríkt hjá Sigurbimi, hann varð markahæstur Valsmanna, skoraði 9 mörk og setti nýtt met þann 25. ágúst þegar hann skoraði úr tveimur vítaspym- um í Eyjum. Ekkert félag hefur náð þeim árangri að skora 8 mörk úr vítum á einu keppnistímabili. I Ieik Valsmanna gegn Víkingi þann 16. ágúst skoraði Sigur- bjöm þrennu en Valsmaður hafði ekki skorað þrennu í leik í efstu deild síðan Anthony Karl Gregory skoraði þrennu gegn Fylki í ágústmánuði 1993. Sigur- bjöm náði þeim áfanga að spila sinn 100. leik með Val í sumar en það var gegn Keflavík 22. ágúst. 1 nóvember- mánuði var gengið frá atvinnumanna- samningi Sigurbjörns við sænska úrvals- deildarfélagið Trelleborg FF og nær samningurinn til loka ársins 2001. Ertu sáttur við frammistöðu þína á síðasta tímabili, markakóngur og leik- maður ársins ásamt Kristni Lárus- syni? „Já, ég er nokkuð sáttur við hana, þótt hún hafi ekki endurspeglast í gengi liðs- ins. Samt tel ég mig eiga mun meira inni en ég sýndi í sumar en það kemur von- andi seinna.” Er draumur þinn um að gerast atvinnumaður að rætast? „Þegar ég var yngri var alltaf markmiðið að komast í atvinnumennsku. Þótt ég sé nú ekki gamall hafði sú þráðbeina stefna, sem maður hafði, aðeins bognað. Síðan kom tækifærið í sumar þegar þjálfari Trelleborg sá leik og bauð mér að koma til Svíþjóðar. Mér gekk vel og í fram- haldinu var mér boðinn atvinnumanna- samningur. A þessu sést ef til vill best hversu gríðarlega mikilvægt það er að Nýjasti atvinnumaður Islands í knatt- spyrnu, Valsmaðurinn Sigurbjörn Hreið- arsson. MyndP.Ó. vera alltaf á tánum þegar maður er að spila því maður veit aldrei hver er að fylgjast með sent getur skipt máli fyrir framtíð manns. Það á einnig við þótt um æfingaleiki sé að ræða og því mikilvægt að gefa sig alltaf 100% í leiki. Minn gamli draumur um atvinnumennsku er því svo sannarlega að rætast.” Hvaða ár er þér eftirminnilegast hjá Val? „Árið 1992 var skemmtilegt ár. Valsliðið var þá mjög sterkt, hópurinn góður og Ingi Björn þjálfari. Ég var á fyrsta ári í 2. flokki en um mitt sumarið var mér kippt inn í meistaraflokkinn, ég upplifði bikar- meistaratitil og fór til Portúgals í Evr- ópukeppninni. Þetta er það ár sem stend- ur mest upp úr hvað velgengni varðar. Svo er það náttúrlega árið 1995 þegar við Valsmenn gerðum hið ótrúlega að vera nær fallnir eftir 11 umferðir með nokkur stig en náðum svo að rífa okkur upp þegar 7 leikir voru eftir og redda okkur. Það var ótrúlegt. Svo gleymir maður ekki árinu 1999, allavega ekki á þessari öld!!” Getur þú nefnt einn þ jálfara sem hefur haft mest áhrif á þroska þinn sem knattspyrnumanns? „Ég hef lengi starfað með Kristni Björnssyni og hann hefur háft mikil áhrif á ntig. Mér finnst hann góður þjálfari og ekki síst mjög sanngjöm og heilsteypt persóna. Guðni Kjartansson er ofarlega á blaði hjá mér en hann var þjálfari minn hjá U-18 landsliðinu, mjög fær, kenndi mönnum fótbolta og sagði hvað þeir þyrftu að bæta og annað álíkt. Ingi Bjöm er jaxl sem kemur manni í ham og auk þess gaf hann mér fyrsta tækifærið í meistaraflokki. Annars hafa verið svo ör þjálfaraskipti að Hlíðarenda. Þjálfarar hafa fengið stuttan tíma til að móta liðið og ná því besta út úr þeim leikmönnum sem þeir hafa haft úr að moða. Frá árinu 1992 hafa alls átta þjálfarar starfað fyrir meistaraflokk karla án þess að það hafi skilað miklum árangri. Það gefur auga- leið að það getur verið nokkuð þreytandi til lengdar að þurfa ætíð að sanna sig fyrir nýjum þjálfara. Slíkt ástand er held- ur ekki heppilegt fyrir unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor í meist- araflokki.” Hefurðu haft sérstaka ánægju af því að leika með einhverjum sérstökum leikmönnum hjá Vai og eru einhverjir andstæðingar þér eftirminnilegir? „Það var ntjög ánægjulegt að fá að spila með Sævari Jónssyni, Bjama Sigurðs- syni, Amóri Guðjohnsen og Jóni Grétari Jónssyni. Svo hef ég náttúrlega spilað upp allan minn Valsferil með tvíburun- um Gumma og Ola Brynjólfssonum og Bjarka Stefánssyni, þannig að þeir tengj- ast mér sterkt. Annars hef ég spilað með mörgum eftirminnilegum en af þeim sem voru mótherjar hefur alltaf verið gaman að eiga við Einar Þór Daníelsson þegar maður var á vængnum. Svo ber ég virð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.