Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 46
Eitir Þorgrím Þpáinsson finnst mér fyrst núna sem eitthvað sé að gerast. Kjarni þeirra stelpna sem er fæddur frá 1976-‘80 er mjög góður og skipar landsliðshópinn í dag. Eg er reyndar mjög ósáttur við að Valur skuli bara eiga fjórar stelpur í landsliðinu og það er óskiljanlegt hvers vegna lands- liðsþjálfarinn velur ekki Helgu Orms- dóttur í hópinn. Hún er búin að vera langbesta örvhenta skyttan í vetur. Ég hefði líka viljað sjá Örnu Grímsdóttur í landsliðinu." Agúst segir að 2. flokkur Vals sé einn af þremur sterkustu flokkum landsins, auk Gróttu/KR og KA. „Stelpurnar eru mjög efnilegar og hafa fengið tækifæri með meistaraflokki. Kolbrún Franklín, sem er í 3. flokki og Elva Hreggviðs- dóttir, sem er á yngri ári í 3. flokki, hafa fengið að spreyta sig auk annarra. 3. flokkur Vals er líka mjög sterkur en hann varð Reykjavíkurmeistari á dögun- um. Auk Vals eiga FH, IR, KA og Fylkir góðan 3. flokk.“ Hefur þú sjálfur litið upp til einhverra leikmanna? „Ég held að Geir Sveinsson sé fyrir- mynd flestra sem hafa fylgst með hand- bolta síðustu tíu ár. Hann er fyrirmynd innan vallar sem utan og ég finn hversu mikillar virðingar hann nýtur hér hjá Val. Annað væri óeðlilegt. Hvað stelp- umar varðar ber ég virðingu fyrir þeim kjama sem er fæddur 1976-’80 eins og ég nefndi áðan. Helga Torfadóttir, mark- vörður Víkings, hefur verið besti leik- maður deildarinnar í vetur. Hún leggur rosalega ntikið á sig og er að verja 20-30 bolta í hverjum leik. Hún er kannski lýsandi dæmi fyrir þennan góða kjarna leikmanna sem er virkilega tilbúinn til að ná góðum árangri." Hvernig líst þér á meistaraflokk karla hjá Val? „Ég hef fulla trú á þeim og spái að þeir muni spila til úrslita við Aftureldingu um Islandsmeistaratitilinn. Ég horfi á flestar æfingar hjá þeim og það fer ekki á milli mála að Geir og Óskar Bjami eru að vinna mjög gott starf. Það hefur líkast til tekið aðeins lengri tíma en fólk bjóst við en þetta Valslið mun koma sterkt út eftir áramót." Þegar Valsblaðið spurði þennan eitil- harða „röndótta" Valsmann hvort hann ætti kærustu svaraði hann því til, bros- andi, að málið væri í vinnslu! Handboltakappi með golfdellu! Davíð Stefánsson leikmaöur 5. flokks í handbolta Alnafni skáldsins góða frá Fagraskógi er leikmaður 5. flokks í handbolta. Hann er 13 ára gamall, nemandi í Hlíðaskóla og segir aðspurður að sér gangi vei í námi. Ahugi Davíðs á handbolta kemur ekki á óvart því fóst- urfaðir hans er Brynjar Harðarson ein mesta skytta Vals til margra ára og einn litrrkasti leikmaður félagsins. „Brynjar er búinn að kenna mér fullt af trixum sem koma sér mjög vel. Hann fylgist vel með mér og veitir mér stuðning. Svo kenndi hann mér að spila golf. Ég er með 20 í forgjöf en hann 10. A sumrin förum við í golf nánast á hverjum degi. En samt ætla ég að taka handboltann fram yfir í framtíðinni." Davíð leikur sem hægri skytta en er á línunni í vöminni. „Jú, það er auðvit- að miklu skemmtilegra í sókninni," segir hann. En hvernig er þjálfarinn, Óskar Bjarni? „Hann er mjög góður og eiginlega frábær þjálfari. Hann gagnrýnir mann oft en gerir það þannig að maður verð- ur ekki sár. Maður lærir bara á því.“ Davíð Stefánsson er skáldlegur hand- holtakappi. Hvað skiptir mestu máli á æfingum? „Að vera með einbeitinguna í lagi, lilusta á þjálfarann og leggja sig alltaf fram. Ég á það til að missa einbeiting- una og fara að hugsa um eitthvað allt annað.“ Eins og hvað? „Stelpur. Það kemur oft fyrir.“ Attu kærustu? „Nei, en ég átti eina. Ég hafði bara ekki tíma fyrir hana.“ Æfa ekki margar flottar stelpur með Val? „Jú, jú. Við kepptum meira að segja á móti nokkrum í fyrravetur. Þá var ég á yngra ári í 5. flokki og við spiluðum gegn 4. flokki stelpna og tókum þær í bakaríið. Það var mjög skemmtileg reynsla, sérstaklega að taka almenni- lega á þeim!“ Hvert stefnir þú, Davíð? „Kannski ekki alveg í atvinnumennsku en allavega í meistaraflokk." Hvað þarftu helst að bæta sem leikmaður? „Einbeitinguna. Svo er óþolandi að maður skuli sætta sig við það fyrirfram að tapa gegn Fram með einu eða tveimur mörkum. Það má ekki gerast. Þessi hugsunarháttur þarf að breytast." Davíð segir að Geir Sveinsson sé hans helsta fyrirmynd í boltanum en í framtíðinni ætlar hann að verða við- skiptafræðingur eða læknir. Aðspurður um helstu áhugmálin að íþróttunum undanskildum sagði hann: „Stelpur og líflegt félagslíf.“ 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.