Valsblaðið - 01.05.1999, Page 49

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 49
þeir sem hafa komið til okkar hafa verið alveg einstakir félagar. Þegar Jón Krist- jánsson kom til okkar frá KA árið 1988 hafði hann verið að æfa með Fram. Jón var mikill happafengur og er líkast til einn sigursælasti Valsmaður frá upphafi. Það ætti í raun að reisa styttu af Jóni að Fllíðarenda. Arið 1991 var Einar Þorvarð- arson að hætta sem markvörður og við fengum Guðmund Hrafnkelsson til liðs við okkur. Hann er einn mesti Valsmaður sem ég hef kynnst og frábær félagi. Ég hef það eftir konunni hans að Guðmund- ur gangi um gólf i Þýskalandi þegar Val- ur er að spila og er vart viðmælandi fyrr en leikurinn er búinn. Það var mjög sér- stök tilfinning að kveðja Gumma. Hann hafði oft fengið tilboð að utan en honurn fannst hann aldrei geta farið frá félaginu. Ég samgladdist Gumma frá hjartanu þegar hann fór út því vissulega langaði hann að reyna fyrir sér sem atvinnumað- ur. Gummi hefur líka sýnt að hann er í hópi þeirra bestu. Það var ekki auðvelt verk fyrir Axel Stefánsson að taka við af Gumma en hann hefur leyst það vel.“ Ertu sáttur við hlutafélagið Valsmenn hf? „Já, það var mikill ánægjudagur þegar stofnfundurinn var. Ég bjóst ekki við nema 30-50 manns eða svipuðum fjölda og mætir á aðalfundi félagsins. En að vel yfir 200 manns skyldu mæta fannst mér gleðiefni. Við stjórnvölinn í Valsmönn- um hf. eru gríðarlega öflugir menn.“ Hvað Finnst þér brýnast í félaginu? „Að vinna að félagsmálum. Mér finnst að þegar menn hætta að spila fyrir Val eigi þér að fá útrás fyrir félagslega þörf sína hjá Val. Ég myndi gjaman vilja sjá félagsmálaráð Vals endurvakið en það gerði góða hluti. Það er heilmikið að gerast hjá félaginu en það þarf að koma því betur til skila til félagsmanna. Ég ntyndi vilja sjá fleiri sækja viðburði eins og þegar íþróttamaður Vals er kjörinn á gamlárskvöld, á briddsmótinu og þegar Valur á afmæli, 11. maí. Ymsar uppákom- ur fara fram hjá mörgum. Eitt af því merkilegasta sem hefur ver- ið gert í Val á undanfömum árum var þegar Alvörumenn voru stofnaðir. Guð- mundur Rafn Guðmundsson verkfræð- ingur hafði unnið góða undirbúnings- vinnu og var mjög vel að þessum félags- skap staðið. Þegar best lét voru á fjórða hundrað manns skráðir og um helming- urinn virkur. Félagsskapurinn hafði það að leiðarljósi að mæta á leiki í handbolta og fótbolta og skapa sérstaka stemningu. Þetta var einstaklega skemmtilegt og sendu menn m.a. út fréttabréf til allra fé- lagsmanna fyrir heimaleiki. Farið var með rútum á alla útileiki jafnvel þótt þeir væru á höfuðborgarsvæðinu. Þegar við spiluðum á Akureyri kom það fyrir að þrjár fullar vélar voru á leið norður, ein með leikmenn og tvær með stuðnings- menn. I dag er ég að fara einn með lið- inu á útleiki. Stundum bætist reyndar annar í hópinn. Ég hef haft það fyrir venju að sækja alla útileiki Vals, bæði í handbolta og fótbolta. Við þurfum að endurvekja félagsskap eins og Alvöru- menn ef við ætlum að rífa Val upp fé- lagslega. Ég kem niður í Valsheimili nánast daglega til að fylla brjóstið af Valsanda, heilsa starfsfólki og kíkja á æfingar en ég hefði viljað sjá mun fleiri mæta að Hlíðarenda.“ Mulningsvélin í goljferð á Spáni fagnar Islandsmeistaratitli Valsmanna árið '98 í sumarhúsi Omars og Sigurhjargar í Ali- cante sem heitir vitanlega Hlíðarendi. Ómar ásamt handboltahetjunni Jakobi Sigurðssyni og Fjólu eiginkonu hans í Þýskalandi þar sem Jakob starfaði um hríð sem markaðsstjóri. Ómar í góðum félagsskap Brynjars Harð- arsonar, fyrrum landsliðsmanns Vals og formanns handknattleiksde'Udar en nú- verandi formanns Valsmanna hf. og Degi Sigurðssyni atvinnumanni í Þýskalandi. Róleg kvöldstund eftir að hafa leikið tvo leiki við Drott í Svíþjóð '92 og slegið þá, öllum að óvörum, út úr Evrópukeppn- inni. Finnur Jóhannsson, núverandi leik- maður IR, Ómar og Þorbjörn Jensson, þáverandi þjálfari Vals en núverandi landsliðsþjálfari. „Betri hluti'' Ómars er eiginkona hans, Sigurbjörg Eiríksdóttir en hún hefur veriðjafn ötul að sinna Val og eiginmaðurinn. Hér eru þau stödd á Anfield í fyrra innan um 40.000 manns. Ómar sagði að það hefði verið magnþrungin stund þegar „ You never walk alone" tók að óma rétt fyrir leik. Og allir tóku undir. Valsblaöið 1999 49

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.