Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 16
#•»/«'*'•iM' 5.flokkur drengja gerði góða ferð á Esso mótið á Akureyri. B-liðið stóð sig frábœrlega og hafnaði í 2. sœti. 18-ára landsliðinu. Þess má geta að Rakel skoraði samtals 9 mörk í 10 leikj- um með 18 ára og 21 árs landsliðunum. Þær Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir og Kristín Sigurðardóttir fengu að spreyta sig með undir 18 ára landsliðinu en fleiri stúlkur úr 2. flokki æfðu með því lands- liði. Kristín Sigurðardóttir og Guðný Þórðardóttir voru valdar í U-17 sem keppti á Norðurlandamótinu í Hollandi. Ingunn Einarsdóttir, sem valinn var leik- rnaður 2. flokks kvenna, varð marka- kóngur 2. flokks á landinu með á þriðja tug marka, svo sannarlega glæsilegur ár- angur hjá Ingunni. Annars má fræðast um allt það sem lýtur að 2. flokki kvenna á glæsilegri heimasíðu www.valur.hello.to sem Asgeir þjálfari hefur umsjón með. Besti leikmaður: Ingunn Einarsdóttir Mestu framfarir: Erla Súsanna Þórisdóttir Besta ástundun: Systurnar Guðbjörg og Kristín Sigurðardætur Lollahikarinn: lngunn Einarsdóttir 3. flokkur kvenna Flokkurinn er án efa einn sá efnilegasti hjá félaginu en fjölmennur hópur mætti á æfingar sem voru að meðaltali fimm sinnum í viku. Alls tók flokkurinn þátt í sjö mótum á tímabilinu og voru helstu úrslit þau að liðið spilaði til úrslita á Reykjavíkurmótinu innan- og utanhúss og á Pæjumótinu í Eyjum en hlaut silfur í öllum úrslitaleikjunum. Flokkurinn varð í fjórða sæti á Islandsmótinu utan- húss en jöfn og spennandi barátta var í A-riðli hjá stúlkunum þar sem fá stig skildu að Valsliðið og sigurvegara riðils- ins. Stúlkumar í þriðja flokki luku síðan tímabilinu með því að verða Haustmeist- ari KRR. Þegar sumarið er gert upp hjá stúlkunum í 3. flokki þá er væntanlega ofarlega í hugum margra þeirra hin skemmtilega ferð á Gothia-Cup í júlí- mánuði en stúlkurnar náðu þeim frábæra árangri að komast í undanúrslit á því sterka móti. Þess má að lokum geta að sex stúlkur úr þriðja flokki æfðu með 17 ára landsliðinu en þar af eru þrjár af yngra ári. Þjálfarar: Elísabet Gunnarsdóttir og Gylfi Sigurðsson Besti leikmaður: Dóra Stefánsdóttir Mestu framfarir: Oddný Anna Kjartansd. Besta ástundun: Jóhanna Lára Brynjólfsd. 4. flokkur kvenna Flokkurinn var fjölmennur og æfði vel á tímabilinu. Stúlkumar fóru vel af stað og urðu Reykjavíkurmeistarar innanhúss auk þess að hljóta silfrið á Islandsmótinu innanhúss. Auk innanhússmótanna tók flokkurinn þátt í fimm mótum utanhúss. Helstu úrslit voru þau að A-liðið lék til úrslita á Haustmóti KRR en varð að lúta í gras fyrir KR-stúlkum en B-liðið varð Haustmeistari og hlaut brons í öðrum mótum tímabilsins, þar með talið á Is- landsmótinu utanhúss. Þjálfarar: Elísabet Gunnarsdóttir og Gylfi Sigurðsson Besti leikmaður: Rúna Sif Rafnsdóttir Mestu framfarir: Freyja Eilíf Logadóttir Besta ástundun: Sigrún Edda Oddsdóttir 5. flokkur kvenna Flokkurinn samanstendur af rúmlega þrjátíu stúlkum sem æfðu vel á tímabil- inu og uppskáru eftir því. Alls tók flokk- urinn þátt í sjö mótum. A-liðið varð Reykjavíkurmeistari eftir ntagnþrunginn úrslitaleik við KR að Hlíðarenda þar sem framlengja þurfti leikinn og framkvæma vítaspyrnukeppni. B-lið Vals komst einnig alla leið í úrslitaleikinn en beið lægri hlut fyrir stúlkunum úr Fylki. Bæði A og B liðið komust í úrslit Hnátumóts KSI en höfnuðu þar í þriðja og fjórða sæti. Urslit Islandsmótsins fóru fram að Hlíðarenda og ríkti mikil og góð stemmning á meðan mótið fór fram en auk þess að keppa í knattspyrnu þá kepptu liðin í ýmsum knattþrautum. Flokkurinn tók meðal annars þátt í Gull- og silfurmótinu, Nóatúnsmótinu og Pæj- umótinu í Eyjum þar sem bæði A- og B- lið náðu frábærum árangri. A-liðið spil- aði til úrslita við stúlkumar í IBV sem náðu að knýja fram sigur í vítaspymu- keppni en B-liðið hafnaði í fjórða sæti. Vakin er athygli á að á heimasíðu knatt- spyrnudeildarinnar www.valur.is/knatt- spyrna er ítarleg myndasyrpa frá Pæju- mótinu í Eyjum. Þjálfarar: Elísabet Gunnarsdóttir og Gylfi Sigurðsson Besti leikmaður: Björg Magnea Olafs Mestu framfarir: Asrún Magnúsdóttir Besta ástundun: Elísabet Anna Kristjánsd. 6. flokkur kvenna Yfir veturinn æfði flokkurinn einu sinni í viku en yfir suntarið fjölgaði æfingunum í þrjár. Flokkurinn var fámennur en þrátt fyrir það mjög efnilegur. Stúlkumar tóku þátt í þremur mótum; Pæjumótinu í Eyj- um þar sem þær spiluðu sem 5. flokkur C og höfnuðu í fimmta sæti, Gull- og silfurmótinu í Kópavogi þar sem þær höfnuðu einnig í fimmta sæti og Nóa- túnsmóti Aftureldingar en þar höfnuðu þær í þriðja sæti. Þjálfarar: Elísabet Gunnarsdóttir og Gylfi Sigurðsson Besti leikmaður: Bergþóra Baldursdóttir Mestuframfarir: Guðríður Jónsdóttir Besta ástundun: Fríða Bryndís Jónsdóttir f BLÁA LÓNIÐ -œvintýri líkast! 16 Valsblaðið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.