Valsblaðið - 01.05.1999, Side 4
Þeim hefur tehist
Júlíus Jonasson er kominn heim í heiðardalinn eftir 10 ára útlegð.
Hann hefur örugglega leikið hátt í 1000 handboltaleiki á ferlinum og er hvergi nærri hættur.
Júlíus Jónasson, öðru nafni Herkúles, lék
sinn fyrsta leik með meistaraflokki Vals
15-16 ára gamall. Hann lék í takkaskóm
á grasvelli í Laugardalnum í lemjandi
rigningu þegar Valur tók þátt í íslands-
mótinu utanhúss. Það væri skrök að
segja að Júlli hefði klæðst takkaskóm
með góðum árangri síðan þótt hann vilji
eflaust meina að hann sé þokkalegur
knattspymumaður. Krumlurnar hafa lík-
lega gert útslagið með að hann tók hand-
boltann fram yfir fótboltann. Sautján ára
gamall var Júlíus farinn að keppa reglu-
lega með meistaraflokki ásamt Geir
Sveinssyni, Jakobi Sigurðssyni og Valdi-
mar Grímssyni. „Þegar við vorum að
stíga okkar fyrstu skref í meistaraflokki
urðu hálfgerð kynslóðaskipti hjá Val,“
segir Júlli. „Við ýttum gömlu mönnun-
um smám saman út en núna stendur
maður að vissi leyti í sömu sporum og
þeir. Þó kannski aðeins fastar," segir hann
og brosir.
Síðustu mánuði hafa Júlli og Helga
eiginkona hans verið á kafi í fram-
kvæmdum í íbúð þeirra á Flókagötunni
sem þau festu kaup á fyrir nokkrum árum
og hafa ófáar vinnustundir farið í endur-
bætur. Júlíus er í annasömu starfi hjá
Kaupþingi. „Ég er í ráðgjafastarfi og sé
um kröfukaup,“ segir hann og fékk sér
sopa af appelsín þegar Valsblaðið heim-
sótti hann undir miðnætti fyrir skemmstu.
Síðustu daga hafa tímamir í sólarhringn-
um verið of fáir til þess að handbolta-
kappinn hafi getað sinnt starfinu, verið á
námskeiði, stundað æfingar og unnið í
íbúðinni. Samt hefur honum tekist það.
Júlíus lék með Val til ársins 1989 en
það ár sigraði Island með glæsibrag í B-
Júlíus á skrifstofunni hjá Kaupþingi. Valsbollinn er aldrei langt undan.
keppninni í Frakklandi sem oft er vitnað
til. Júlíus var þá einn af lykilmönnum
landsliðsins. Hann gerðist atvinnumaður
með Paris SG og lék í þrjú ár í Frakk-
landi. Síðan var hann tvö ár með Bida-
soa á Spáni og Valencia en með síðar-
nefnda liðinu varð Júlíus Evrópumeist-
ari. Geir Sveinsson, fyrrum fyrirliði
landsliðsins og núverandi þjálfari Vals,
lék þá einnig með Valencia. „Það að
verða Evrópumeistari var vissulega stór-
kostlegt, ekki síst í ljósi þess að félagið
var í fjárkröggum og leystist nánast upp
nokkru síðar.“
Eftir árin á Spáni lék Júlíus með Gum-
mersbach í Þýsklandi en tveimur árum
síðar lék hann með TV Shur. Endastöðin
á atvinnumannaferlinum var síðan St.
Otmar St. Gallen í Sviss. Þar var hann í
tvö ár. Júlíus hefur því drepið niður fæti
víðsvegar um heim, svitnað daglega í
fjórum löndum, kynnst ólíkum venjum
og siðum og síðast en ekki síst er hann
altalandi á fimm tungumálum, íslensku,
ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Þar
sem hann er illa að sér í latínu var
ákveðið að hafa viðtalið á íslensku.
„Ég er farinn að ryðga aðeins í frönsk-
4
Valsblaðið 1999