Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 8
Hluti aðalstjórnar Vals 1999. Frá vinstri: Lúðvík Arni Sveinsson, Karl Jónsson, Ragnar
Ragnarsson varaform., Reyni Vignir form., Hörður Gunnarsson og Hans Herbertsson.
Aðalfundur Knattspymufélagsins Vals
var haldinn að Hlíðarenda 3. maí 1999
og var dagskrá hans samkvæmt lögum
félagsins. A fundinum voru eftirtaldir
kjömir í stjórn og skiptu með sér verkum
þannig:
Reynir Vignir, formaður
Ragnar Ragnarsson, varaformaður
Hörður Gunnarsson, ritari
Hans Herbertsson, gjaldkeri
Ingólfur Friðjónsson, meðstjórnandi
Lúðvík Arni Sveinsson, meðstjórnandi
Eggert Kristófersson, form. knattspyrnud.
Karl Jónssonjorm. handknattleiksdeildar
Hannes Hjálmarsson, form. köifuknatt-
leiksdeildar
Úr stjóminni gengu Lárus Ögmunds-
son og Sigfús Ólafsson báðir eftir langan
og farsælan feril innan stjórnarinnar. í
október tók síðan Grímur Sæmundsen
sæti í stjóminni sem nýr formaður knatt-
spyrnudeildar.
Framkvæmdir oy félagssvæðið
Nú í vetur birti til á svæðinu á Hlíðar-
enda þegar ný flóðljós voru tekin í notk-
un eftir að styrkur fékkst til þess verks
frá Reykjavíkurborg. Ljósin eru nægi-
lega sterk til þess að þar geta farið fram
æfingar við mjög góð skilyrði. Verður
þessi framkvæmd vonandi lyftistöng fyr-
ir knattspyrnuiðkendur félagsins á kom-
andi árum. Fyrir utan þessa framkvæmd
voru það einkum viðhaldsverkefni sem
unnið var að í samræmi við þá stefnu
stjómarinnar að ráðast ekki í nýjar fram-
kvæmdir fyrr en tjármögnun þeirra er
tryggð. Á haustdögum tókst síðan að
tryggja fjármagn til að ráðast í að ljúka
við hæðina ofan á búningsklefunum við
gamla íþróttahúsið. Þessa dagana er ver-
ið að hanna aðstöðu fyrir þá starfsemi
sem þar verður auk fatahengis og salema
fyrir samkomusal félagsins. Verður haf-
ist handa í byrjun nýs árs að vinna við
innréttingar og stefnt er að því að ljúka
framkvæmdum næsta haust.
Félagið hefur á árinu þurft að halda
vöku sinni vegna ásóknar ýmissa aðila í
landssvæðin í kringum okkar svæði, en
eins og kunnugt er á Valur eftir að fá frá
Reykjavíkurborg landssvæði samkvæmt
gjafaloforði frá árinu 1981. Sífellt fleiri
framkvæmdaaðilar líta hýru auga á svæði
sem er í kringum okkur og ýmsar hug-
myndir koma fram sem félagið hefur mót-
mælt á meðan viðbótarsvæði fyrir félag-
ið hefur ekki verið staðfest. Umsóknir
félagsins um styrki á næsta ári til fram-
kvæmda snerust að miklu leyti um lands-
svæðin vestur af núverandi grassvæði og
áhuga félagsins á að gera stórátak í því
að auka og stækka grassvæðin og bæta
þannig æfingaaðstöðu fyrir knattspymu-
iðkendur.
Sala skíðaskála Vals
í haust ákvað stjórn Vals að selja skíða-
skála félagsins í Sleggjubeinsdal. Stjóm-
in fékk tilboð í hann frá ágætum Vals-
manni, Benedikt Bachmann, þannig að
tryggt er að andi Vals verður áfram á
svæðinu þó svo að starfsemin í skálanum
breytist. Er það von félagsins að starf-
semi þar verði með miklum blóma og að
þessi ágæti skáli nýtist nýjum eiganda
vel í framtíðinni. Með sölunni tókst að
afla framkvæmdafjár eins og fram kom
hér að ofan.
Starfsmenn oy skipulag félagsins
Á árinu 1998 var stjómskipulagi félags-
ins breytt þannig að ráðinn var einn
framkvæmdastjóri fyrir félagið og fleiri
breytingar voru gerðar. Þetta fyrirkomu-
lag er enn óbreytt en í haust var í sam-
ráði við deildarstjómir ákveðið að í stað
þess að hafa einn íþróttafulltrúa væra
skipaðir yfirþjálfarar einstakra deilda
sem myndu taka yfir verksvið íþrótta-
fulltrúa að hluta og að hluta yrði það
flutt til annarra starfsmanna félagsins.
Þetta fyrirkonrulag er því nú í vetur og er
þess vænst að með samstarfi yfirþjálfara
deildanna takist að styrkja enn frekar
samstarf þeirra á sviði æfinga og keppni.
Eina breytingin á starfsliði félagsins var
því sú að Óskar Bjami Óskarsson hætti
sem íþróttafulltrúi hinn 1. september en
aðrir starfsmenn eru þeir sömu og áður
þ.e. Hafsteinn Lárusson, framkvæmda-
stjóri, Brynja Hilmarsdóttir, skrifstofu-
8
Valsblaðið 1999