Valsblaðið - 01.05.1999, Page 7

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 7
Kynning Bjarki Sigurðsson leikmaður meistaraflokks í handbolta Fæðingardagur og ár: 26.09. 1980 Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Eg sé okkur Valsmenn taka allar dollur sem í boði eru í karla- og kvennaflokki. Einnig bind ég miklar vonir við ungu strákana í fótboltanum, þeir eiga að geta rifið fótboltann upp. Fyrsta augnablikiö sem þú manst eftir: Eg man ekki einu sinni hvað gerðist í gær... en það er eins og ég muni eftir þegar ég var borða úr sandkassa í leik- skóla.... þetta er allt afar óljóst. Hver er uppáhaldsbróðir þinn: Láttu ekki svona, hvernig á ég að geta gert upp á milli þessara manna ... hvílík- ir listamenn. Andlegur og líkamlegur munur á Degi og Lalla: Þeir fíflast báðir mjög mikið en einhvem veginn finnst mér meiri læti í Lalla ... Dagur reynir að halda meira „cool-inu“. Líkamlega er Dagur náttúrlega höfðinu hærri, báðir með ágætis kassa en Lalli kannski með betri lappir heldur en Daddi þó svo tæmar á Dadda séu langflottastar. Er Lalli búinn að vera: Lalli er rétt að byrja ..., ekki veit ég hvað hann gerir í boltanum en hann er búinn að vera frekar slappur í hnjánum. Hann er búinn að koma sér vel fyrir hvað fjöl- skylduna og vinnuna varðar og svo var hann að útskrifast úr Háskóla Islands. Lífið leikur við Lalla bróður. Af hverju handbolti: Einfaldlega skemmtilegasta íþróttin, ég nennti ekki að fara í táfýlusportið, miklu meiri aksjón í handbolta. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar við urðum Norðurlandameistarar með U-18 ára landsliðinu núna í sumar. Við vorum 5 úr Val; ég, Snorri Gaupa- son, Markús „módel“ Michaels, Fannar Tobbason og Stefán „Redskinn" Hannes- son. Skemmtilegustu mistök: Eg er að vinna í Nanoq og það kom til mín maður á mínum fyrsta degi og spurði hvar Skátabúðin væri. Eg hugsaði mig vandlega um og sagðist halda að hún væri í „gömlu“ Kringlunni. Hann þakkaði fyrir og fór að leita að henni. 20 mín. seinna kom hann aftur til mín þar sem ég stóð við hliðina á yfirmanni mín- um og sagði við mig: Heyrðu vinur... ÞETTA ER SKÁTABÚÐIN. Fyndnasta atvik: Þegar Stebbi Redskinn festist í gluggan- um l'yrir ofan þjálfaraherbergið, hann var að stelast í boltana fyrir æfingu. Stærsta stundin: Mér fannst rosalega gaman að sjá Lalla og Dadda gifta sig og síðan eignast börn, ótrúlegt en satt þeir eru orðnir fullorðnir. Hvað hlægir þig í sturtu: Júlli Jónasar og Geiri Sveins., því þá sé ég hvað ég á langt í land með „sixpakk- inn“ á mér. Og auðvitað FannarTobba- son, hann er með svo svakalega... Kostir: Skelfilega tapsár ... ég vill vinna allt! Gallar: Ég borða dálítið mikið nammi. Athyglisverðastur í meistaraflokki: Ingvar Sverrisson = „Egyptinn“... hrika- lega skemmtilegur karakter og félagi, tekur uppá ótrúlegustu hlutum sem og að vera mjög góður homamaður með rosa- legar gabbhreyfingar ... stelpur þetta er klassa gaur! Hver á Ijótasta bílinn: Það er engin spurning að Hannes Jón Jónsson á alveg hryllilega ljótan bíl, Toyota DX 1980, rauður. Hann er að reyna selj’ann, kannski gef’ann. Áhuga- samir hringja í síma 698 6656. Hvað lýsir þínum húmor best: Hnitmiðaður, stríðinn og oft særandi... en alveg skelfilega fyndinn. Fleygustu orð: Áttu eld, nei bara bursta. Mottó: Lifa lífinu lifandi. Fyrirmynd í boltanum: Dagur og Lárus. Ég er enn að reyna að ná undirskotunum eins og Lalli tók þau. Leyndasti draumur: Að spila á gítar með Sálinni, Jagúar og Oasis. Erfiðasti andstæðingur: Hinn ótrúlegi Gummi Hrafnkels. Hann . getur varið allt. Kærasta: Berglind íris Hansdóttir. Við hvaða aðstæður líður þér best: Undir sæng með kveikt á sjónvarpinu, nammi, kók og kærustuna. Eftirminnilegasta stefnumót: Öll stefnumót með Beggu eru eftirminni- leg. Þó verð ég að segja að ég var ansi spenntur að fá Stebba Hilmars heim í viðtal. Það var flott. Hvaða setningu notarðu oftast: Mamma, hvað er í matinn. Við hvern hefur þér verið líkt: Auðvitað langmest við Dadda og Lalla. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa ekki látið afa Dag kenna mér á píanó þegar ég var yngri. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Ég er frekar sáttur við það sem ég er og það sem ég hef, en ég væri til í að prófa að vera Noel Gallagher í einn dag eða svo. Ef þú værir alvaldur í Val: Ég mundi klára að byggja skrifstofumar fyrir ofan litla salinn og byggja eitt stykki stórt íþróttahús fyrir 4000 manns. Valsblaöið 1999 7

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.